Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 82
68
títbreiðslustaxfsemi,
Varið var nokkum fjárhæð til þess að kynna félagið,
tilgang þess og starfsemi í þeim byggðalögum á félags-
svæðinu, er til þess tíma engan þátt höfðu tekið í félags-
skapnum. Bar þetta töluverðann árangui\ Meðal annars
hófu nokkurir áhugamenn í Neskaupstað undirbúning að
stofnun skógi'æktarfélags í kaupstaðnum, en jafnframc
gerðust þeir félagar í Skógræktarfélagi Austurlands.
I Seyðisfjarðarkaupstað er starfandi skógræktarfélag.
Hefir það friðað skóglendi I bæjaidandinu. Samkvæmt
framansögðu má vænta þess að íbúar Neskaupstaðar fari
að dæmi Seyðfirðinga. í stæni kauptúnum á félagssvæð-
inu má og gera ráð fyrir, að sérstök skógræktarfélög rísi
upp á næstunni.
Plöntu-uppeldi.
Félagið styrkti á árinu Baldur Gunnarsson í Beinárgerði
til þess að friða blett í landareign hans og sá þar trjáfræi.
Á hann að hafa plöntur á boðstólum handa félagsmönn-
um, samkv. samningi þar að lútandi. f Beinárgerði er skóg-
lendi og skilyrði all-góð fyrir í’æktun trjáplantna.
ltekstrarfé.
Auk ríkisstyrks, af fé því er veitt er í fjárlögum til
skógræktarfélaga, fékk félagið styi’k úr sýslusjóðum Múla-
sýslna, eins og rekstrai’reikningar félagsins 1941 bera með
sér.
Félagatala.
í árslok 1941 var meðlimatala í félaginu þessi: Æfil’élag-
ar 44, ái’sfélagar 178 og félög 16, samtals 238.
Þátttaka er ærið misjöfn í hinum ýmsu sveitum og kaup-
túnum á Austurlandi. f sumum sveitum er sem næst engin
þátttaka og má ekki svo búið standa. Leggja verður áherzlu
á að kynna félagið og fá almenning til að taka virkan þátt
í félgsskapnum á allan hátt.
Guttormur Pálsson.