Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 83
69
Skógræktarfélag Vestmannaeyja 1931—194L
Á þessu ári varð Skógræktarfélag Vestmannaeyja 10
ára. Það var stofnað 17. janúar 1931. Voru stofnendur
þess 14, ungir iðnnemar, og höfðu því takmarkaðan tíma
til starfa í þágu félagsins, þó var unnið í flestum frístund-
um. Félagið fékk þegar á fyrsta vori tveggja ha land til
umráða og girti það fjárheldri. girðingu. Fjár hafði verið
aflað með skemmtunum, er félagsmenn stóðu að, og tókst
það svo vel, að landið var girt og skuldlaust við lok fyrsta
starfsársins.
Fyrstu trjáplönturnar, sem gróðursettar voru í land-
inu, voru gefnar af Búnaðarfélagi Vestmannaeyja. Voru
það 200 reyniplöntur og 50 skandinaviskur reynir. Við
gróðursetningu plantnanna nutu félagsmenn tilsagnar Páls
heitins Bjarnasonar skólastjóra, sem var jafnan mikill
styrktarmaður félagsins á meðan hans naut við. Fyrsta
sumarið þrifust plönturnar vel, en næsta vetur kól þær að
mestu. Hefir og síðar komið í Ijós, að þessar trjátegundir
muni ekki henta hér til að byrja með. Enda mun reynslan
sanna það hér, sem víða annars staðar, að íslenzka björkin
er sterkasti landneminn, er síðar getur skýlt öðrum við-
kvæmari trjágróðri á byrjunarstigi.
Á öðru og þriðja starfsári var lítill árangur sjáanlegur
af starfi félagsins, enda var þá meiri hluti félagsmanna
hættur að fórna því frístundum sínum. Dró mjög úr áhuga
þeirra, er þeir sáu, hversu illa hafði tekizt í fyrstu, enda
örfaði þá lítt sú almenna trú hér í byggðarlaginu: að trjá-
gróður geti ekki þrifist hér vegna sjávarloftsins og
strangra veðurskilyrða. En þrátt fyrir þetta, héldu þó
nokkurir félagsmenn áfram og lágu þeir í tjöldum á sumrin
í landi félagsins, til þess að geta betur notað frístundir
sínar.
Á fjórða starfsári félagsins sendi það formann sinn, Þor-
stein Sigurðsson, á trjáræktarnámskeið, sem haldið var á