Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Síða 84
70
vegum Skógræktarfélags íslands, og nam hann þar margt,
er félaginu kom í góðar þarfir. Þegar um haustið voru
undirbúnir gróðurreitir, í þá borinn húsdýraáburður og
hlaðnir skjólgarðar. Á næsta vori voru svo þarna gróður-
settar 600 bjarkarplöntur, og má segja, að þetta væri fyrsta
tilraunin, sem nokkurn árangur bar. Uxu plönturnar tii
jafnaðar um 25 cm. Þetta sama ár fengu þeir, sem áður
höfðu hafzt við í tjöldum innan girðingar félagsins, leyfi
til að reisa skála í landi félagsins, þó með því skilyrði, að
íbúar skálans hefði eftirlit með landinu, á hverjum tíma
sem væri, og hlynntu að trjágróðrinum eftir föngum. Skál-
inn komst upp og varð séreign 5 félagsmanna. Og er eigi
ofmælt, að hann hafi beinlínis orðið til þess að auðvelda
allt starf trjáræktarinnar. í fyrsta lagi með því, að þarna
er hægt að geyma öll áhöld félagsins, og í öðru lagi, að með
byggingu skálans var gert vatnsból í sambandi við hann.
þar sem ávallt hefir fengizt meira en nægilegt vatn til
vökvunar, en það varð áður að flytja að langar leiðir. En
eins og flestum er kunnugt, er regnvatn aðal vatn eyjabúa.
Næsta ár og fram að 1940, voru á hverju vori gróður-
settar frá 200—400 bjarkarplöntur, auk þess sem sáð var
bjarkarfræi all-víða um landið.
Eigi verður annað sagt, en að starf Skógræktarfélags
Vestmannaeyja hafi gengið erfiðlega þennan fyrsta ára-
tug. Fjárhagsörðugleikum og skilningsleysi var þar mestu
um að kenna, svo og þekkingarleysi á því, hvað gera þurfti
til þess að skapa skilyrði fyrir trjárækt. En þar sem nú er
fengin tíu ára reynsla, munu flestir þeir, sem unnið hafa
af alúð við trjárækt félagsins, hafa fengið sönnun þess, að
trjágróður getur þrifist hér, og jafnframt afsannað, að
veðurskiiyrðin hér eyðileggi allan slíkan gróður. Reynslan
sýnir, að það sem gera þarf, er, að bæta jarðveginn, gera
hann frjóan, til þess að trjáplantan geti úr honum unnið
það, sem hún þarf með.
Það var fyrst árið 1940, að félagið fékk styrk úr ríkis-
sjóði — kr. 250.00 — og aftur 1941 kr. 500,00. Þessi viður-