Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 87
73
SKULDIR:
Hrein eign 31. des. 1941 ................ kr. 2187.49?
Samtals kr. 2187.49?
Vestmannaeyjum, 3. jan. 1942.
Vigfús Jónsson, gjaldkeri.
Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Ársskýrsla 1941.
Framkvæmdir félagsins voru með meira móti á árinu,.
enda hafði minna verið unnið árið áður en venja er til.
Þessar framkvæmdir voru helztar:
Viðhald girðinga. Nokkurar skemmdir höfðu orðið á.
Vaðlaheiðargirðingu, og voru þær endurbættar, einnig var
gert iítilsháttar við girðinguna i Leyningshólum, en nokk-
urn kafla hennar þarf að flytja til, og hafa verið gerðar
ráðstafanir til þess, að það verði gert á næsta sumri og
efni fengið til þess.
GróSursetning. I Vaðlaheiðargirðingu voru gróðursett-
ar um 7800 plöntur, mest birki úr Vaglaskógi, en þó lítið
eitt af barrviðum. Hefir þá alls verið plantað þar ca.
38.000 plöntum.
Fræsáning. í Vaðlaheiðargirðingu var, eins og áður, all-
miklu sáð af birkifræi. Einnig var látið lítilsháttar af birki-
fræi til einstaklinga- og félaga út um sýsluna.
Friðun skógarleifa. Á Kóngsstaðahálsi í Skíðadal var
all-stórt svæði tekið til friðunar. Á svæði þessu er nokk-
urt kjarr hingað og þangað en mjög niðurnítt. Þó er það
yfirleitt betur farið en kjarrleifarnar á Vöglum á Þela-
mörk, sem friðaðar voru fyrir nokkurum árum. Sökum þess,.