Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 50

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 50
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201948 Björn lagði upp með að leita sér aukinnar þekkingar á þeim vandamálum sem hann taldi hvað brýnast að takast á við og reyndust þau að mörgu leiti samtvinnuð. Ef skógrækt á að þjóna tilgangi í kolefnisbindingu taldi Björn mikilvægt að koma í veg fyrir að efniviður úr skógum landsins endaði í brennslu með tilheyrandi kolefnislosun og ekki síður mikilvægt að stuðla að aukinni úrvinnslu úr skógum landsins til að auka verðmætasköpun úr hráefninu. Verkefnið sem fékk nafnið Skógarnytjar átti að þjóna þeim tilgangi að kortleggja stöðu skógræktarmála á Íslandi, greina helstu vandamál sem skógræktarsamfélagið stendur fyrir, leita mögulegra lausna, miðla niðurstöðum jafnt til aðila skógræktar og almennings, og að lokum hrinda aðgerða- áætlun af stað til að stuðla að jákvæðum breytingum. Skógarnytjar fóru hægt af stað með sýningu sem var haldin í Heiðmörk á Skógrækt kemur reglulega upp í samfélags- umræðunni þegar fjallað er um þá ógn sem steðjar af umhverfis- og loftslagsvanda af manna völdum. Það er engin furða þar sem gróin landssvæði og skógar sér í lagi gætu falið í sér lausn á vanda sem er af þvílíkri stærðargráðu að engar manngerðar uppfinningar þykja líklegar til að bægja hættunni frá. Þessar vangaveltur vöktu áhuga vöruhönnuðarins Björn Steinars á að rýna í stöðu skógræktarmála á Íslandi. Birni var ljóst að miklir möguleikar fælust í skógrækt með tilliti til umhverfis- áhrifa, en gerði sér þó á sama tíma grein fyrir því að innlend skógrækt stæði að mörgu leyti ekki eins vel og ákjósan- legt gæti talist. Í kjölfarið hafði hann samband við Björn Bjarndal hjá Skógrækt- inni, útlistaði helstu hugmyndir sínar á viðfangsefninu og upphófst gott samband sem átti eftir að teygja sig yfir alla helstu aðila sem standa að skógrækt á Íslandi. Skógarnytjar

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.