Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201946
rækt, skipta aukabúgreinarnar einnig
miklu máli og má segja að allar tengist
þær á einhvern hátt skóginum og afurðum
hans. „Ef við myndum hætta öllum
aukabúgreinum sem við Helgi erum með
og vera bara með kýrnar, væri það heldur
þunn innkoma fyrir þessa fjölskyldu
þannig að þessar aukabúgreinar skipta
máli. Þá værum við líka komin í einhæfni
sem við höfum engan áhuga á. Að grufla
í hinu og þessu gerir lífið einhvern veginn
skemmtilegt,“ segir Beate og Helgi tekur
undir. „Við erum ekki heldur föst í þessari
kapítalistaformúlu að við séum hér á þessu
heimili bara með það markmið að græða
pening og vaxa ár frá ári heldur að reyna
að búa til betra heimili,“ segir Helgi. „Og
skemmtilegra líf,“ bætir Beate við að
lokum.
Höfundur: EINAR ÖRN JÓNSSON
vandfýsnar. Ég man t.d. ekki eftir að hafa
séð kýr éta lerkitré eða greni. Einu sinni
prófuðum við að setja greniplöntur niður
í mikið beittann kúahaga og þær eru að
vaxa þar upp,“ segir Helgi sem þó vill slá
varnagla er kemur að beit í skóglendi. „Við
höfum líka orðið vitni að því þegar skepnur
sleppa inn í skjólbelti á einni nóttu og ná
að valda stórtjóni og ef skjólbeltin eru opin
að neðan veita þau ekki lengur skjól.“
Lauffóður í hörðum árum
„Þó að skógræktin hér sé um 30 ára
gömul hafa kýrnar ekki fengið að vera í
mikilli návist við skóginn fyrr en kannski
síðustu tíu ár. Mér finnst skemmtilegt
hvað þær virðast sækja meira og meira
með hverju ári í að éta t.d. laufblöð. Það
er eins og þær hafi hægt og rólega verið að
komast á bragðið og læra að teygja sig yfir
girðingar til að ná í blöðin. Í Noregi var
talað um að hafa lauffóður þegar menn
voru búnir að heyja túnin og voru enn
með of lítið fóður fyrir gripina. Þá voru
skornar greinar af álmum og öskum og
þeim hent ofan á heyið í hlöðunum,“ segir
Beate og Helgi bendir á að hliðstæð dæmi
megi finna hér á landi. „Ég var að lesa
gamla ævisögu konu sem var alin upp í
Fossseli í Þingeyjasýslum. Vetur einn gerði
helvíti mikið harðræði og þá var gengið
ansi nærri Fellsskógi. Þá þurfti að höggva
allt sem upp úr stóð og gefa skepnunum
og hungruð skepna étur allt. Þá tóku
menn drumba og til þess að skepnurnar
gætu étið þá, var sleggjum barið á börkinn
til þess að losa hann. Þetta voru ekki
beinlínis blíðar aðfarir en maður skilur
það þegar fólk stendur frammi fyrir sulti
og dauða. En það er ekki þannig í dag,“
segir Helgi.
Af dæmi þeirra Helga og Beate má sjá
að hægt er að hafa margvíslegar nytjar af
ungskógi auk þess sem hann styður við
og býr í haginn fyrir annan búskap, leiðir
jafnvel af sér nýjar aukabúgreinar. Þó að
aðalbúgreinin á Kristnesi sé nautgripa-
Íslenskar vörur
með íslenskum
skógarilm
hraundis.is
Með þér og þinni heilsu