Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 70

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201968 Listasafn Dalís en þar er hægt að dvelja dagana langa. Mynd: BJ sjá jafn heilsteypt yfirlit yfir helstu verk listamannsins og mismunandi tímabil listaferils hans frá fyrstu tíð til síðustu verka. Safnið er því mikilvægt aðdráttarafl ferðaþjónustu í Katalóníu og þangað koma hátt í tvær milljónir gesta árlega. Þegar hópurinn hafði fengið sig fullsaddan á hughrifum Dalís var haldið aftur áleiðis til Barcelona, með viðkomu í bænum Girona þar sem gafst kostur á að snæða léttan síðdegisverð. Tekinn var sveigur á hraðbrautinni ofan við miðborgina til að komast greiðlega út á flugvöllinn. Við kvöddum Spán og Katalóna með góðar minningar í farteskinu um menningu og sögu auk ríkulegs fróðleik um skóga Pýreneafjalla og góð sambönd ef á þarf að halda í framtíðinni. Flugvöllurinn í Barcelona er stór en allt gekk þar eins og í sögu. Við héldum svo á fák okkar yfir hafið og lentum um miðnætti í haustkalsanum í Keflavík, sem að vanda var svalandi og hressandi. Höfundur: BRYNJÓLFUR JÓNSSON Síðasti viðkomustaður ferðarinnar var gamli bærinn í Girona þar sem var ljúft að teiga í sig lífið á götum bæjarins. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.