Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 73
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 71
Garðarsson kynnti starfsskýrslu félagsins
stuttlega, en hún lá frammi á fundinum
og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags Íslands, fór yfir
reikninga félagsins. Því næst sagði Þuríður
Yngvadóttir, formaður Landgræðslusjóðs,
frá því helsta úr starfsemi sjóðsins, en hún
tók við formennsku sjóðsins af Guðbrandi
Brynjúlfssyni í upphafi árs 2019.
Óskar Guðmundsson fundarstjóri
kynnti því næst tillögur að ályktunum
og skipti þeim milli allsherjar- og
skógræktarnefnda til umfjöllunar.
Var Sigurður Einarsson, Skógræktar-
félagi Hafnarfjarðar skipaður formaður
skógræktarnefndar, en Sigríður H.
Heiðmundsdóttir, Skógræktarfélagi
Rangæinga, formaður allsherjarnefndar. Í
kjörbréfanefnd voru skipaðar þær Kristín
Davíðsdóttir og Elísabet Kristjánsdóttir,
báðar frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.
Að þessum skyldustörfum loknum
var komið að fræðsluerindum. Friðrik
inn á mikilvægi áhugamannafélaga
skógræktarfólks og fjallaði sérstaklega
um hálfrar aldar starf Skógræktarfélags
Kópavogs í því samhengi.
Að ávarpi Kristins loknu tók Þröstur
Eysteinsson skógræktarstjóri til máls. Fór
hann yfir stöðu skógræktar í landinu nú,
en miklar breytingar hafa orðið á henni
með fyrirætlunum stjórnvalda í loftslags-
málum. Kom hann meðal annars inn á
aðgengi að landi og mannafla til gróður-
setningar, framleiðslu skógarplantna,
fjármögnun skógræktar og ásókn nýrra
meindýra, t.d. í birki.
Síðastur tók til máls Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Bauð
hann fundargesti velkomna í Kópavog.
Minntist hann á hin ýmsu grænu svæði
í Kópavogi og sagði frá góðu samstarfi
Kópavogsbæjar við Skógræktarfélag
Kópavogs, en það á sér langa sögu.
Að ávörpum loknum tóku við
hefðbundin aðalfundarstörf. Jónatan
Þorsteinn Sigmundsson í Elliðahvammi tók á móti fundargestum og sagði frá ræktun sinni að Elliðahvammi.
Mynd: Sigurður Arnarsson