Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 49

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 49
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 49 „Það var ótrúlegt verkefni að glíma við klakann í vetur. Ég hef starfað í þessu fagi frá árinu 1987 og ég hef aldrei upplifað annað eins. Þykktin á klakanum var þegar verst lét um 30 cm og ástandið var því mjög erfitt og krefjandi,“ segir Haraldur Már Stefánsson vallarstjóri á Hamarsvelli í Borgarnesi þegar hann var beðinn um að rifja upp hvaða „brögðum“ var beitt til þess að vinna úr þeim vandamálum sem upp komu í vor eftir „hamfaraklakaveturinn“ sem var á landinu s.l. vetur. Haraldur segir að reynslan sem hann og fleiri golfvallasérfræðingar hafi aflað sér í vetur sé ómetanleg – og það hafi margt komið á óvart. Gróðurinn á Hamarsvelli hafi gert baráttuna erfiðari. „Snjórinn safnast í skjólið sem myndast við gróðurinn. Þar bráðnar hann og frýs til skiptis og þegar snjóaði ofan í þetta ástand fraus klakinn við grasið og var ótrúlega fastur og þéttur. Vandræðin byrjuðu í byrjun desember á síðasta ári og þessi barátta stóð yfir fram í mars.“ Veðrið var nánast eins á Hamarsvelli frá miðjun nóvember og fram í mars. Þurrt, lítill vindur, skýjað eða sól og hitastigið var á bilinu -7 og fór upp í frostmark á sólar- dögum. Það gerði aldrei rok og rigningu sem hefði hjálpað við að bræða klakann,“ segir Haraldur en hann væri alveg til í að fá sólina hærra á loft fyrir vetrarmánuðina þar sem Hafnarfjallið skyggir á Hamarsvöllinn í þau fáu skipti sem hennar naut við. „Ég keyrði stundum „suður fyrir fjall“ til að kanna aðstæður og sá að hitinn fór upp í +5-+7 gráður og þar var enginn klaki í túnum. Á sama tíma var hitastigið -1 eða við frostmark á Hamarsvelli og klakinn sat sem fastast. Þessar aðstæður gera það að verkum að Hamarsvöllur er seinni til á vorin, þar sem grasplantan tekur ekki við sér nema jarðvegshitinn sé um 3 gráður eða hærri.“ Haraldur telur að margir fótboltavellir á höfuðborgarsvæðinu hafi lent í svipuðum aðstæðum vegna skuggamyndunar frá íbúðablokkum og stúkum. Aðferðirnar sem Haraldur notaði við að vinna á klakanum voru fjölmargar. „Við settum stóran traktor á grófar keðjur til þess að hann héldist á flötunum. Við settum „spiker“ gatara aftan í traktorinn með áföstum kústi sem sópaði klakabrotunum af flötunum, sem er algjört lykilatriði. Í þau fáu skipti sem hitastigið fór yfir frostmark þá bráðnaði klakinn en það fraus allt saman á ný og sama rútínan tók við daginn eftir. Einnig notaði ég járnkarl í miklu mæli þar sem ekki var hægt að vinna með traktorinn.“ Haraldur segir að mesti „höfuðverkurinn“ hafi verið að ákveða hvenær ætti að hætta þar sem skaðinn var hugsanlega að verða meiri en gróðinn. „Grasplantan er í dvala og ljóstillífar ekki né skapar sér orku til viðgerða. Það jákvæða var að ég grenntist og bætti á mig nokkrum kílóum í vöðvamassa við puðið í vetur. Það voru ýmis skemmtileg atvik í vetur. Ég var t.d. að dreifa Urea efni á flatirnar til að bræða klakann en það er vandmeðfarið efni. Í eitt skipti var ég á 2. flöt sem var, þrátt fyrir að halla, mikið hulinn klaka. Ég var efst á flötinni með áburðadreifara með Urea þar sem ég datt – ég hélt fast í dreifarann til að efnið færi ekki allt á sama stað. Ég rann niður alla flötina og endaði út í tjörn þar sem ég stóð og skellihló af sjálfum mér eftir þessa vonlausu stöðu sem ég kom mér í.“ Vatn var víða notað í baráttunni við klakann og er Haraldur ekki í vafa um að slíkt geti virkað vel ef nægur kraftur er á vatninu. „Það er enn verk að vinna hjá okkur hvað það varðar en þessi reynsla sem við búum yfir eftir þetta hamfaraástand fer í reynslu- bankann og mun nýtast vel í framtíðinni,“ sagði Haraldur Már. Þegar klakinn fór af Hamarsvelli í vor segir Haraldur að útkoman hafi verið langt um- fram væntingar þrátt fyrir að ástandið hafi verið slæmt. „Við vorum stálheppnir að það var eitt- hvað gras á flötunum. Jarðvegurinn tók við sáningu í vor og plantan sem sett var niður tók við sér og lifði af. Grasplanta sem heitir Poa Annua fór afar illa og er það vel að mínu mati og það eina góða sem kom út úr þessu því sáningarnar setja æskilegri plöntu, Festuca í staðinn. Það er ástæða til að vera bjartsýnn og ef veturinn verður þokkalegur þá óttast ég ekkert. Sýran sem myndast í jarðveginum undir klakanum breytir sýrustigi jarðvegarins. Við vökvuðum flatirnar mikið til að skola sýrurnar úr jarðveginum. Þetta er mikil- vægur þáttur þegar sáð er á vorin og getur sparað mikla fjármuni til þess að vorsáningin skili árangri.“ Haraldur segir að gæðin á Hamarsvelli í svona rigningarsumri geti aldrei verið mikil. „Náttúruleg jarðvatnsstaða er mjög há, jarð- vegurinn er þéttur og hann hleypir vatninu seint og illa í gegnum sig. Margar brautir liggja of lágt og það eru hönnunarmistök á nýja hlutanum. Við þurfum að lækka jarð- vegsstöðuna með því að búa til tjarnir og setja drenlagnir.“ Símamótið á Eimskipsmótaröðinni fór fram í sumar á Hamarsvelli og er vallarstjórinn afar ánægður með það viðhorf sem keppendur sýndu við erfiðar aðstæður. „Við gerðum okkar allra besta og það var erfitt fyrir mig að skila vellinum í því ásig- komulagi sem hann var í. Ég vil hrósa og þakka keppendum fyrir þann skilning sem þeir sýndu við erfiðar aðstæður.“ Haraldur er ekki í vafa um að samtökin SÍGÍ muni nýta þá reynslu sem fékkst í vetur til að gera gras- og golfvelli á Íslandi enn betri. „Samtökin SÍGÍ eru skipuð frábærum strákum sem vilja vel. SÍGÍ hefur í gegnum tíðina staðið sig frábærlega. Það er okkur sem störfum í þessu fagi mjög mikilvægt að hafa öflug samtök sem stuðla að aukinni þekkingu á okkar sviði. Við störfum á mörkum hins byggilega heims og það er magnað hversu góða golfvelli við bjóðum upp á í þeim veðurfarslegu skilyrðum sem við vinnum í. Ég minni bara á að Hvaleyrar- völlur komst í topp 100 í Evrópu fyrir utan velli á Bretlandseyjum. Það er ótrúlegur árangur.“ Eyjaholan var falleg í sumar. „Við gerðum okkar allra besta og það var erfitt fyrir mig að skila vellinum í því ásigkomulagi sem hann var í.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.