Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 58
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
58
„Pay and Play“ næsta sumar
Brautarholtsvöllur á Kjalarnesi rétt utan við Reykjavík var opnaður sem 9 holu
völlur sumarið 2012 en ýmsar framkvæmdir standa yfir á vellinu. Gunnar Páll
Pálsson, sem er í forsvari fyrir Golfklúbb Brautarholts, segir að unnið sé að
stækkun vallarins í 12 holur og einnig hefur verið ákveðið að taka upp nýjung í
aðildarformi frá og með næsta ári.
Skemmtileg upphafsbraut
Fyrsta brautin er með þeim betri hér á landi,
stutt par 5 en reynir á nákvæmni kylfingsins.
Sjórinn kemur inn í leik eftir upphafshöggið.
Boðið upp á nýtt
aðgangskerfi
í Brautarholti:
Þetta aðildarform (Pay and Play) hefur verið
að ryðja sér til rúms erlendis og er heimild
að nota aðgangslykil fyrir fjölskyldumeðlimi
og gesti. Hægt verður að velja 5, 10, 15 og 20
skipta aðgangslykil með aðgang að forgjafar-
kerfi GSÍ.
Aukinn sveigjanleiki
„Við viljum bregðast við óskum kylfinga um
aukinn sveigjanleika og skapa vettvang fyrir
þann stóra hóp sem spilar golf en er ekki
skráður í hefðbundinn golfklúbb. Jafnvel
henta ekki að vera með hefðbundið aðildar-
form en vilja halda utan um forgjöf á golf.is.
Við áformum að bjóða upp á mismunandi
lykla sem henta þörfum hvers og eins s.s.
starfsmanna golfklúbba, fyrir þá sem vilja
spila fyrir hádegi eða bara um helgar. „Pay
and Play“ aðgangslykillinn er liður í því og
hefur náð vinsældum erlendis. Áfram verður
samhliða boðið upp á fulla aðild með sam-
bærilegum hætti og síðustu ár. „Pay and Play“
er nýr valmöguleiki sem við höfum trú á,“
segir Gunnar Páll.
Golfhópar og fyrirtæki
Brautarholt ætlar einnig að taka upp aðgangs-
lykil fyrir golfhópa og fyrirtæki þar sem t.d.
20 manna golfhópur getur keypt aðgang fyrir
hópinn í nokkur skipti og gert Brautarholt að
vinavelli golfhópsins.
Búið er að móta og sá í þrjár nýjar brautir
á Brautarholtsvelli. Ein flöt er fullkláruð en
sáð verður í tvær flatir í byrjun næsta vors.
Áætlað er að hægt verði að leika á þessum
brautum haustið 2016 og verður Brautar-
holtsvöllur þá 12 holur.
Sveitakeppni sumarið 2015
Gunnar segir að langtímamarkmið GBR sé að
Brautarholtsvöllur verði fullgildur keppnis-
völlur fyrir stórmót. „Á meðan við erum 9
holur þá þarf það að bíða. Við höfum verið að
fikra okkur áfram hvað mótahaldið varðar og
svo verður áfram. Sveitakeppni GSÍ í 5. deild
verði á næsta ári haldið á Brautarholtsvelli“.
Í nýja „Pay and Play“ aðgangslyklakerfinu er
boðið er upp á eftirtalda valmöguleika:
5 skipta aðgangslykil á kr. 22.000,-
10 skipta aðgangslykil á kr. 40.000,-
15 skipta aðgangslykill á kr. 56.000,-
Ef óskað er eftir aðgangi að forgjafarkerfi GSÍ
greiðast til viðbótar kr. 5.000,- fyrir hverja
skráningu. Hægt er að uppfæra aðgangslykil-
inn þegar líða fer á tímabilið.