Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 76
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
76
Framleiðum barmmerki
í öllum stærðum og
gerðum.
Mikið úrval af bikurum
og verðlaunapeningum.
Verið velkomin í verslun
okkar að Síðumúla 17
eða hafið samband í
síma 588-3244
fax 588-3246
netfang: isspor@simnet.is
Það var tilviljun sem réði því að
Auðunn Einarsson, PGA golfkenn-
ari, réð sig til starfa í Noregi fyrir
tveimur árum. Auðunn kann vel við sig á
nýja staðnum og það hefur margt komið
Ísfirðingnum á óvart hjá frændum okkar
Norðmönnum. Auðunn var á sínum tíma
í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi og
hann starfaði lengi hjá Golfklúbbnum
Keili í Hafnarfirði sem golfkennari.
„Ég hafði verið á heimaslóðum á Ísafirði í
tæp tvö ár og var að skoða möguleikana á að
komast til útlanda. Ég sendi upplýsingar um
sjálfan mig til PGA samtakana í Noregi og
tveimur dögum síðar fékk ég símtal. Það má
eiginlega segja að ég hafi laumast út án þess
að vita hvort ég fengi starfið. Ég var á sínum
tíma mjög ánægður í Hafnarfirði en vegna
þreytu og persónulegra ástæðna ákvað ég að
leita á önnur mið,“ segir Auðunn en hann
starfar fyrir fyrirtæki sem heitir Golfbu-
tikken sem hefur samstarf við fjóra golfvelli
og golfverslanir.
Fjölbreytt verkefni
„Það sem ég er að gera hérna í Noregi er
nokkuð frábrugðið því sem ég var vanur
heima á Íslandi. Golfbutikken rekur einn-
ig ferðaskrifstofu og við erum fjórir PGA
kennarar sem starfa hjá fyrirtækinu. Mitt
svæði er við Arendal & Omegn golfklúbb-
inn sem er rúmlega þúsund manna klúbbur
með æðislegum 18 holu velli, 9 holu par 3
og góðu æfingasvæði. Ég sé einnig Grimstad
GK sem er um 700 manna klúbbur, 9 holu
völlur og er ansi skemmtilegur einnig. Gren-
land og Kragerø eru einnig undir sama hatti
en ég fer lítið þangað. Kragerø er GolfResort
og er á allt á öðru plani. Það má segja að
eyðslusömu Norðmennirnir fara þangað yfir
sumarið,“ segir Auðunn en Arendal er stað-
sett skammt suður af höfuðborginni Osló og
er nánast mitt á milli Oslóar og Kristiansand
á suðurströnd Noregs.
Eins og gefur að skilja er skipulagið mikið
hjá Norðmönnum og segir Auðunn að
einkatímarnir séu það eina sem ekki er
skipulagt áður en vertíðin hefst.
„Norðmenn eru ekki eins duglegir að nota
einkatímana hjá golfkennurum eins og á
Íslandi. Hinsvegar er ég með mikið af þriggja
daga golfskólum, byrjendanámskeiðum og
svo er klúbbaæfing yfir allt sumarið. Þar
getur hinn almenni kylfingur gengið að mér
vísum og verið á allt að 3 klst. æfingum sem
skiptist niður í pútt, stutt spil og sveiflu. Ég
vinn kannski langa daga eða frá 10 til 20 en
þeir eru misþéttir og það er nokkuð flókið
að útskýra fyrirkomulagið. Ég er tvo daga í
Grimstad og þrjá í Arendal og sumar helgar
deilast niður eftir námskeiðum og löngum
helgarfríum sem ég fæ inn á milli. Þar sem ég
hef skrifstofu í Arendal og stærri búð sé ég
um allar pantanir og skipulagsvinnu þaðan.
Aðstoða svo bara í búðinni ef ég er laus sem
og í Grimstad. Þarf svo að flytja á milli staða
vörur eftir þörfum,“ segir Auðunn.
Veðrið, bátar og niðursveifla
Líkt og víða annars staðar hefur niðursveifla
verið í golfíþróttinni í Noregi.
„Golfið er á niðurleið hérna eins og í
mörgum löndum og menn ekki á eitt sáttir
hvað veldur. Ég hef heyrt oft þá kenningu
að þegar aukningin var sem mest, þá hafi
sprottið upp golfvellir út um allt og núna eru
of fáir meðlimir í svona mörgum klúbbum.
Sumir klúbbar hafa reynt að lokka til sín
meðlimi með þvi að lækka árgjaldið. Svo
heyrir maður af gjaldþrotum hér og þar en
alltaf byrja þeir aftur. Sumir vilja meina að
þetta sé eðlilegt og muni jafnast út fljótlega
því útbreiðslan hafi verið svo gífurleg fyrir
um 10 árum. Golfíþróttin er að keppa við
svo margt á sumrin. T.d hjólreiðafólkið sem
er svakalega vinsælt núna. Það eiga nánast
allir Norðmenn báta og það hefur einnig
áhrif á golfið. Ef veðrið er mjög gott þá eru
NORÐMENN ERU LANGT
Á EFTIR ÍSLENDINGUM
- Ísfirðingurinn Auðunn Einarsson kann vel við sig á suðurströnd
Noregs þar sem hann starfar sem PGA golfkennari
Auðunn og Laufey Garðarsdóttir,
sambýliskona hans.