Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 20
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
20
FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS
GEFÐU AF ÖLLU
Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta.
Þú færð kortið á þjónustuborði á 1. hæð
við Hagkaup eða á kringlan.is
HJARTA
Kylfingar í golfklúbbum voru í lok sumars
16371 og fækkaði um 231 á árinu. Haukur
sagði að á undanförnum 10 árum hafi tíu
þúsund kylfingar hætt í íslenskum golf-
klúbbum.
„Á þessum sama áratug fjölgaði skráðum
kylfingum engu að síður umtalsvert.
Stærstur hluti þessa tíu þúsund kylfinga er
enn kylfingar þótt þeir tilheyri ekki lengur
golfklúbbi. Þessi fjöldi kylfinga hætti að sjá
verðmæti í því að tilheyra klúbbi og það er
okkar verkefni að sannfæra þá um annað.
Það er okkar verkefni að sýna þeim fram á
kosti félagsaðildar í stað greiðslu á ein-
stöku vallargjaldi eða félagskorti í golfklúbbi
starfsmannafélagsins. Það er ekki nóg að
huga einungis að fjölgun nýrra félagsmanna,
heldur verðum við að bregðast við brottfallinu.
Leiðirnar að þessu verkefni eru óteljandi
margar og ekki hægt að benda á eina rétta
leið umfram aðrar. Um er að ræða samspil
mismunandi þátta sem hafa snertiflöt við
mótamál, kynningarmál, afreksmál, þjónustu
golfklúbba, bætta æfingaaðstöðu, golf-
kennslu og fleira og fleira. Golfhreyfingin
hefur sameiginleg markmið og þarf því að
vinna sem ein heild. Þótt gríðarlegur árangur
hafi náðst undanfarinn áratug þá er fjölgun
íslenskra kylfinga ekkert lögmál. Við eigum
að stefna sameiginlega á að fjölga kylfingum,
halda þeim í okkar röðum og þjónusta þá
eins vel og við getum. Það gerum við með
auknu samstarfi á milli golfklúbba og GSÍ,“
sagði Haukur m.a. en árskýrslu GSÍ má lesa í
heild sinni á golf.is.
Brýnasta verkefni golfhreyfingarinnar næstu árin
er að koma í veg fyrir fækkun félagsmanna.
Á formannafundi GSÍ komu fram áhuga-
verðar tölfræðiupplýsingar í skýrslu
stjórnar. Meðalforgjöf karla á Íslandi er um
22 og hjá konum er þessi tala 32. Um 60%
kylfinga eru á höfuðborgarsvæðinu en GR
er með flesta félaga eða rétt um 3000 og
er því annað stærsta íþróttafélag landsins.
Heildarvelta golfklúbba landsins á ársvísu
er rétt um tveir milljarðar kr.
• Fjöldi kylfinga í klúbbum er um 17 þúsund.
• Fjölmennasti klúbburinn er GR með um
3000 félaga og er klúbburinn því annað
stærsta íþróttafélagið á landinu.
• Lengsta brautin á landinu er 600 m af
gulum teig á Víkurvelli í Mýrdal.
• Lengsti 18 holu völlur á landinu er Grafar-
holtsvöllur, leikinn af hvítum teigum, samtals
6.057 m.
• 60 hektarar er meðalstærð 18 holu golf-
vallar. (43% eru undir brautum)
• Meðalforgjöf íslenskra karlkylfinga er um
22 en kvenkylfinga um 32.
• Um 60% allra kylfinga eru á höfuðborgar-
svæðinu.
• Á hverju ári eru leiknir hátt í 35.000 hringir
á 18 holu völlum höfuðborgarsvæðisins.
• Á æfingasvæðunum Básum og Hraunkoti
eru yfir tíu milljónir bolta slegnir á ári.
• Um 20% af öllum kylfingum taka þátt í
meistaramótum klúbbanna.
• 2% kylfinga á Íslandi er í forgjafarflokki 1
(forgjöf 4.4 og undir)
• Rúmlega 130.000 forgjafarhringir eru
skráðir á ári í tölvukerfi GSÍ.
• Kylfingar eru að meðaltali með fimm skráða
forgjafarhringi á ári.
• Áætlaður fjöldi erlendra kylfinga sem leika
hér er á hverju ári er um 5000.
• Heildarvelta golfklúbba er um 2 milljarðar.
1% FÆKKUN
Á MILLI ÁRA
- 10.000 fyrrum félagsmenn farnir úr hreyfingunni
Lífleg umræða var um „fyrirtækjagolf-
klúbba“ á formannafundinum í Borgarnesi.
Undanfarin ár hafa 10.000 kylfingar hætt í
golfklúbbum og stóra spurningin er hvert
þeir kylfingar hafa farið? Álitaefnin eru
mörg og m.a. hvort það sé jákvætt fyrir
hreyfinguna að óhefðbundnum starfs-
mannaklúbbum sé að fjölga en skiptar
skoðanir voru um þetta mál á fundinum.
Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri
GOS, fór yfir þessi mál ásamt Hauki Erni
Birgissyni, forseta GSÍ.
Hlynur fór yfir þá reynslu sem GOS
hefur fengið að samstarfi klúbbsins við
starfsmannagolfklúbb Íslandsbanka. Það
jákvæða að mati Hlyns var að með slíkum
samningi væri mun meira „líf “ á Svarfhóls-
velli en um 50% af heildarfélagfjölda GOS
kemur í gegnum fyrirtækjaklúbba. Þessi
breyting hefði í raun bjargað klúbbnum
sem hefði verið í miklum fjárhagserfið-
leikum og tæknilega gjaldþrota.
Hlynur benti á að margir hafi byrjað í golfi
í gegnum starfsmannafélög en það þyrfti
að gæta vel að það væri ekki hagstæðara
fyrir hinn almenna félagsmann að ganga úr
sínum klúbb og fara í fyrirtækjaklúbbinn.
Nokkrir tóku til máls í þessum lið og var
bent á að stóru golfklúbbarnir hafi jafnvel
verðlagt sig of lágt á þessum markaði – sem
bitnaði mest á smærri klúbbunum sem
þyrftu að fá meiri tekjur til að láta dæmið
ganga upp.
Lífleg umræða um fyrirtækjagolfklúbba
Heildarársvelta golf-
klúbba um 2 milljarðar
-2% kylfinga er með 4,4 í forgjöf eða lægra