Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 110

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 110
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 110 KYLFINGUR ÁRSINS RORY SÁ BESTI ÁRIÐ 2014 ÁRIÐ 2014 BYRJAÐI EKKI VEL FYRIR RORY MCILROY, EN ÞEGAR ÞVÍ LAUK VAR HANN Í GÓÐUM MÁLUM, EINS OG HANN REKUR Í ÞESSU VIÐTALI. Árið 2014 hjá Rory: 310,5 Meðallengd teighögga, 59,93 Hlutfall teighögga sem lenda á braut, 68,82 Meðal skor, það lægsta á PGA mótaröðinni, 69.44 Hlutfall af flötum í tilskyldum höggafjölda (GIR) 293 Fuglar sem McIlroy fékk á PGA mótaröðinni, 436 Lengsta teighögg Rorys, á Opna skoska meistaramótinu, 63 Lægsta skor hans, á Me- morial mótinu, 296,1 Meðallengd boltaflugsins með „dræver“, 179,73 Hraðinn á boltanum (í mílum), þriðji mesti hraðinn á mótaröðinni, 15 milljónir dollara: Verð- launafé Rorys árið 2014 20 milljón dollarar: Það sem hann þénaði annars staðar en á vellinum, samkvæmt Forbes tímaritinu. Þúsundir áhorfenda voru við Tower brúna í London þegar borgar- stjórinn, Boris Johnson, klúðraði golfhöggi, einn daginn í september, vikuna áður en Ryder keppnin hófst. Við hlið hans stóð ungur maður frá Ulster með breitt bros á andlitinu; glaðlegur þátttakandi í kynningarátaki – fyrir löngu orðinn eitt af þekktustu andlitum golfheimsins. Rory McIlroy...Lionel Messi golfsins? „Ég þarf tíu ár eins og það sem er að líða núna,“ sagði kylfingurinn sem búinn er að sigra á fjórum risamótum. Spurningunni var varpað fram í léttum tón og svarið var á sömu nótum. En ótrúleg velgengni McIlroys í sumar hefur þaggað niður í hörðustu gagn- rýnendum hans. „Ég hélt að sigurinn á Opna breska myndi hjálpa mér að komast á hærri stall í íþrótt- inni,“ sagði McIlroy eftir frammistöðu sína á Hoylake og Valhalla, og Firestone, þar sem hann sigraði á Bridgestone Invitational. „Ég var þokkalega ánægður með tvo risatitla í safninu þegar árið byrjaði, en núna er ég kominn með fjóra slíka og stefni á Alslemm- una á Augusta. Ég bjóst aldrei við að vera búinn að ná þessum árangri á mínum aldri, en þetta hefur gengið vel og ég gæti auðvitað ekki verið ánægðari með hvar ég er staddur með golfið mitt.“ McIlroy tókst ekki að komast framúr Billy Horschel og vinna Tour Championship titilinn og tíu milljón dollara verðlaunaféð en hann er hins vegar handhafi Rauðvíns- könnunar, Wanamaker bikarsins, Gary Player verðlaunanna að ógleymdu toppsæti á Evrópumótaröðinni, Race to Duabai, og það sýnir þroska þessa 25 ára gamla kylfings. „Golfið er einfaldlega í fyrsta sæti hjá mér; allt annað er í aukahlutverki,“ segir McIlroy, sem komst aftur á topp heimslistans eftir sigurinn á WGC mótinu í Akron í Ohio. „Ég er búinn að leggja hart að mér, en mér hefur tekist að einbeita mér betur og það virðist hafa skilað sér.“ Fyrsti sigur kappans á þessu ári kom á BMW meistaramótinu í maí. En árið byrjaði ekki vel og hann var gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu einbeittur í golfinu. Hann stóð í málaferlum, skipti um kylfur og sambands- slit hans við Caroline Wozniacki fóru ekki framhjá neinum sem kunni að lesa. Bjartasta von golfsins þurfti að svara gagnrýni á hverjum einasta blaðamannafundi. En þegar sólin var að setjast í Louisville í Kentucky, þá tókst engum eða neinu – ekki einu sinni úrhellis rigningu – að koma í veg fyrir enn eitt töfrandi augnablik McIlroys. Hann stóð að lokum uppi sem sigurvegari, eftir erfitt mót og erfiða mánuði þar á undan. „Að ná svona árangri við erfiðar aðstæður er það skemmtilegasta,“ segir McIlroy, þegar hann rifjar upp lokahringinn á Valhalla, þar sem rigningin gerði honum erfitt fyrir, svo ekki sé minnst á samkeppnina frá Phil Mic- kelson og Rickie Fowler. „Það skipti máli að sigra á þennan hátt, því það segir mér að ég geti það: ég veit að ég get náð keppinautum mínum, spilað með þeim bestu í heimi þegar risatitill er undir, og sigrað. Phil Mickelson er einn af bestu kylfingum sinnar kynslóðar og það að hafa sigrað hann á sunnudagseftir- miðdegi er gott að hafa í minningunni.“ McIlroy er alinn upp í litlum bæ á Norður Írlandi og fékk tækifærið þar til að rækta hæfileika sem snemma komu í ljós. Þessi reynsla hefur fært McIlroy getuna til að horfa raunsætt á stöðu sína og gera sjálfur breytingar; nokkuð sem hefur skipt höfuð- máli undanfarin misseri. Hann hefur per- sónuleikann til að læra af mistökum sínum og snúa neikvæðum atburðum upp í eitthvað sem hann lærir af. McIlroy er búinn að gera sér grein fyrir því að sigurvegarar bíða ekki eftir tækifærinu til að ná á toppinn; þeir grípa það einfaldlega. Ekki hugsa of mikið um efsta sætið „Með því að verða efsti maður heimslistans hef ég lært að hugsa ekki of mikið um það,“ segir McIlroy, sem varð fyrsti evrópski kylfingurinn til að sigra á þremur risamótum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.