Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 120
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
120
Regla Allar torfærur, þ.e. bæði vatnstorfærur og glompur
(Skil-
greining
á miðun)
Almenna reglan er sú að leikmaður telst hafa miðað bolta þegar hann hefur
lagt kylfuhausinn niður þétt framan eða aftan við boltann. Í torfæru má
ekki leggja kylfuhausinn niður og því telst leikmaður almennt ekki miða
boltann í torfæru.
7-2 Eftir að leik um holu er lokið má æfa má pútt og vipp við síðustu flöt, næsta
teig og á æfingaflötum, að því gefnu að leikur tefjist ekki og að ekki sé slegið
úr torfæru. Athugið þó að æfing af þessu tagi kann að vera takmörkuð í
keppnisskilmálum, sbr. t.d. flest GSÍ-mót.
12-1a Ef við teljum að boltinn okkar sé grafinn í sandi megum við hreyfa við
sandinum til að leita að boltanum. Þetta á við alls staðar á vellinum og við
fáum ekki víti þótt boltinn sé okkar og hann hreyfist við leitina. Við þurfum
þá sjálfsögðu að leggja boltann aftur á sinn stað og við þurfum að endurgera
legu boltans ef hún hefur breyst.
12-1b Þegar leitað er að bolta í torfæru má hreyfa við lausung í því skyni að finna
boltann. Við fáum þó víti ef boltinn sjálfu hreyfist við þetta.
13-4 Eftir að boltinn er fundinn eru ýmsar takmarkanir á því sem má gera þegar
boltinn er í torfæru, s.s. að prófa ástand torfærunnar, snerta lausung í tor-
færunni eða snerta yfirborð torfærunnar.
20-2 Ef bolti er látinn falla verður að endurtaka það ef boltinn veltur út í og
stöðvast inni í torfæru, eða veltur út úr og stöðvast utan torfæru.
23 Við megum fjarlægja alla lausung sem okkur sýnist á vellinum nema þegar
lausungin og boltinn liggja í eða snerta sömu torfæru. Einfalda lýsingin
á lausung eru allir náttúrulegir hlutir sem eru ekki jarðfastir og sem loða
ekki við boltann, t.d. laufblöð, trjágreinar, lausir torfusneplar og steinar.
Algeng staðarregla í golfvöllum á Íslandi skilgreinir steina í glompum sem
óhreyfanlegar hindranir. Ef slík staðarregla er í gildi teljast steinarnir ekki
vera lausung og því má fjarlægja þá.
24-1 Hreyfanlegar hindranir má alltaf fjarlægja, einnig þegar boltinn og hindr-
unin eru í sömu torfæru. Hreyfanlegar hindranir erumanngerðir hlutir sem
er hægt að færa til án þess að tefja leik eða valda skemmdum, t.d. hrífur,
gosflöskur og sælgætisbréf.
Golfreglurnar geta verið dálítið villandi þegar
kemur að glompum og vatnstorfærum. Að
ákveðnu marki eru þessi tvö fyrirbrigði sett
undir sama hatt en samt sem áður gilda ólíkar reglur
um þau í sumum tilfellum.
Í golfreglunum er orðið „torfæra“ samheiti yfir
glompur og vatnstorfærur. Segja má að það sé óheppi-
legt að orðið torfæra sé þannig notað á tvennan hátt,
bæði fyrir samheitið og þegar talað er um vatnstor-
færur sérstaklega. Þetta er þó ekki bundið við íslenska
þýðingu golfreglnanna, í henni er sama orðið notað í
báðum tilvikum því það er gert í ensku útgáfunni þar
sem talað er um „hazards“ og „water hazards“.
Samheitið torfæra er notað þegar sömu reglur gilda
um bæði glompur og vatnstorfærur. Dæmi um þetta
eru:
DÓMARAPISTILL
Hörður Geirsson,
alþjóðadómari skrifar
TORFÆRUR