Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 120

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 120
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 120 Regla Allar torfærur, þ.e. bæði vatnstorfærur og glompur (Skil- greining á miðun) Almenna reglan er sú að leikmaður telst hafa miðað bolta þegar hann hefur lagt kylfuhausinn niður þétt framan eða aftan við boltann. Í torfæru má ekki leggja kylfuhausinn niður og því telst leikmaður almennt ekki miða boltann í torfæru. 7-2 Eftir að leik um holu er lokið má æfa má pútt og vipp við síðustu flöt, næsta teig og á æfingaflötum, að því gefnu að leikur tefjist ekki og að ekki sé slegið úr torfæru. Athugið þó að æfing af þessu tagi kann að vera takmörkuð í keppnisskilmálum, sbr. t.d. flest GSÍ-mót. 12-1a Ef við teljum að boltinn okkar sé grafinn í sandi megum við hreyfa við sandinum til að leita að boltanum. Þetta á við alls staðar á vellinum og við fáum ekki víti þótt boltinn sé okkar og hann hreyfist við leitina. Við þurfum þá sjálfsögðu að leggja boltann aftur á sinn stað og við þurfum að endurgera legu boltans ef hún hefur breyst. 12-1b Þegar leitað er að bolta í torfæru má hreyfa við lausung í því skyni að finna boltann. Við fáum þó víti ef boltinn sjálfu hreyfist við þetta. 13-4 Eftir að boltinn er fundinn eru ýmsar takmarkanir á því sem má gera þegar boltinn er í torfæru, s.s. að prófa ástand torfærunnar, snerta lausung í tor- færunni eða snerta yfirborð torfærunnar. 20-2 Ef bolti er látinn falla verður að endurtaka það ef boltinn veltur út í og stöðvast inni í torfæru, eða veltur út úr og stöðvast utan torfæru. 23 Við megum fjarlægja alla lausung sem okkur sýnist á vellinum nema þegar lausungin og boltinn liggja í eða snerta sömu torfæru. Einfalda lýsingin á lausung eru allir náttúrulegir hlutir sem eru ekki jarðfastir og sem loða ekki við boltann, t.d. laufblöð, trjágreinar, lausir torfusneplar og steinar. Algeng staðarregla í golfvöllum á Íslandi skilgreinir steina í glompum sem óhreyfanlegar hindranir. Ef slík staðarregla er í gildi teljast steinarnir ekki vera lausung og því má fjarlægja þá. 24-1 Hreyfanlegar hindranir má alltaf fjarlægja, einnig þegar boltinn og hindr- unin eru í sömu torfæru. Hreyfanlegar hindranir erumanngerðir hlutir sem er hægt að færa til án þess að tefja leik eða valda skemmdum, t.d. hrífur, gosflöskur og sælgætisbréf. Golfreglurnar geta verið dálítið villandi þegar kemur að glompum og vatnstorfærum. Að ákveðnu marki eru þessi tvö fyrirbrigði sett undir sama hatt en samt sem áður gilda ólíkar reglur um þau í sumum tilfellum. Í golfreglunum er orðið „torfæra“ samheiti yfir glompur og vatnstorfærur. Segja má að það sé óheppi- legt að orðið torfæra sé þannig notað á tvennan hátt, bæði fyrir samheitið og þegar talað er um vatnstor- færur sérstaklega. Þetta er þó ekki bundið við íslenska þýðingu golfreglnanna, í henni er sama orðið notað í báðum tilvikum því það er gert í ensku útgáfunni þar sem talað er um „hazards“ og „water hazards“. Samheitið torfæra er notað þegar sömu reglur gilda um bæði glompur og vatnstorfærur. Dæmi um þetta eru: DÓMARAPISTILL Hörður Geirsson, alþjóðadómari skrifar TORFÆRUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.