Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 56

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 56
Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð. Fáðu forskot á mótherjana Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Það verður spenna í loftinu þegar Íslandsmótið í golfi hefst þann 23. júlí á Garðavelli á Akranesi. Keppendur verða án efa búnir að velta því fyrir sér hvernig leikskipulag hentar best á völlinn. Golf Íslandi fékk tvo af fremstu kylfingum Akurnesinga til þess að ljóstra upp um öll „hernaðarleyndarmálin“ frá Garðavelli. Stefán Orri Ólafsson hefur fjórum sinnum fagnað klúbbmeistaratitlinum hjá Leyni en hann var í mörg ár í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Lögfræðingurinn var landsliðsmaður til margra ára og þekkir Garðavöll eins og lófann á sér. Sömu sögu er að segja af atvinnukylfingnum Valdísi Þóru Jónsdóttur sem tvívegis hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi – og hún er líkleg til þess að blanda sér í baráttuna á heimavelli. Hér er þeirra tillaga að því hvernig best er að leika Garðavöll: 1. hola – 293 m. / 236 m. – par 4. Stefán: Stutt og þægileg upphafshola sem getur þó refsað ef ekki hefur kviknað á einbeitingunni þegar leikur hefst. Ég tek yfirleitt blendingskylfu á teig og á þá vel innan við 100 metra eftir. Á að vera nóg til að tryggja manni parið og jafnvel eiga möguleika á fugli. Það er vel hægt að reyna við flötina í upphafshögginu en það verður þá að vera beint ef ekki á illa að fara. 2. hola – 303 m. / 264 m. – par 4. Valdís: Þessi getur verið ansi ógnvænleg ef vindurinn blæs. Vallarmörk beggja vegna og skógurinn vinstra megin virðist geta þrengt brautina ansi vel. Flötin getur verið hörð og erfitt að slá inn á flötina og það fleygir ansi mörgum höggum inn í skóginn á bakvið þar sem maður lendir nánast undan tekningarlaust í erfiðri stöðu. Hér reyni ég aldrei við „pinnann“ og geng sátt í burtu með par. 3. hola – 141 m. / 114 m. – par 3. Stefán: Stysta par þrjú hola vallarins en jafnframt sú sem umvafin er mestum hættum. Virkilega falleg hola. Hér þarf að fylgjast vel með hvernig vindurinn blæs fyrir ofan trén enda er oft lítill vindur á teignum sem er vel varinn af skógi. Kylfuvalið ákvarðast af því. Hér vilja kylfingar forðast að slá til vinstri þar sem vatn og vallarmörk er að finna – öll högg til hægri sleppa þó til en geta truflast af háum trjám. Ég reyni sjálfur að slá hægra megin á flötina sé pinninn vinstra megin á henni. 4. hola – 494 m. / 429 m. – par 5. Valdís: Eftir að nýja flötin var tekin í notkun hefur þessi breyting breytt auðveldri fuglaholu í erfiða parholu. Nýja flötin er hörð og það getur verið erfitt að slá inn á flötina. Annað höggið má ekki fara of langt, annars rúllar það ofan í tjörnina. Hér geng ég af flötinni sátt með par, en himinlifandi með fugl. 1. brautin á Garðavelli er sýnd veiði en ekki gefin. Glæsileg: Þriðja holan á Garðavelli er ein fallegasta par 3 hola landsins. Freisting: Það er hægt að slá inn á flötina á 6. í upphafshögginu en það eru margar hættur á leiðinni. 56 GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að leika Garðavöll?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.