Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 62

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 62
Þorsteinn er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Akraness sem síðar varð Golf klúbburinn Leynir. Hann hefur verið lengst allra formaður Leynis og án þess að á nokkurn sé hallað þá var „Steini Þorvalds“ hjartað og lungun í starfi Leynis allt frá upphafi. Vinnuferð til Skotlands kveikti neistann Það má segja að það hafi verið tilviljun að Þorsteinn fékk áhuga á að koma golf íþróttinni af stað á Akranesi. Upphafið má rekja til vinnuferðar hans sem vélstjóra á vélbátnum Sigurvoninni. „Þetta þótti frekar asnaleg íþrótt hér á Íslandi og ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég var í Peterhead að golf væri stundað á Íslandi. Ég fór að kynna mér þetta þegar ég kom heim. Eiríkur bróðir minn vissi að ég hafði verið þarna úti í Skotlandi og kynnst golfíþróttinni. Hann skrifaði mig því inn í klúbbinn. Hann vissi að ég hafði áhuga á þessu.“ Mikið lagt á sig á upphafs­ árunum Eins og gefur að skilja voru hæfileikar Þorsteins hvað vélaviðgerðir varðar nýttar til hins ítrasta á upphafsárum Leynis og í marga áratugi þar á eftir. „Það voru alltaf gamlar og slitnar vélar hérna. Og alltaf mikið viðhald. Einnig á traktorum, það þurfti að slípa ventla, stýrisenda og ýmislegt annað. Ég gerði þetta allt sjálfur. Á sumrin þegar þurfti að bera á brautirnar þá keyrði maður áburðinn út á völl og bar síðan á seint á kvöldin – nánast um miðnætti þegar menn voru hættir að spila. Það var alvanalegt að koma heim kl. eitt eða tvö á nóttunni eftir áburðargjöfina. Það mátti enginn vera að þessu, menn voru að vinna á daginn og vildu spila golf á kvöldin. Ég hafði aldrei áhuga eða lét mig dreyma um að vera góður í golfi. Ég vissi Bæjarbúar geta verið stoltir af Garðavelli „Mér fannst skemmtilegasti tíminn vera fyrsti áratugurinn eftir stofnun klúbbsins. Á meðan við vorum að móta þetta upp og gera völlinn. Flatirnar voru eins og mosaþembur. Það var ekkert til hérna á Akranesi og maður úr Golfklúbbi Reykjavíkur gaf okkur holupotta þannig að við gætum búið til fyrstu holurnar,“ segir Þorsteinn Þorvaldsson þegar hann er inntur eftir því hvað standi upp úr á þeim 50 árum sem hann hefur komið að starfi Golfklúbbsins Leynis. Frumkvöðlar: Hjónin Þorsteinn Þorvaldsson og Elín Hannesdóttir hafa verið í fararbroddi í golfíþróttinni á Akranesi frá því að Leynir var stofnaður. Sáttir: Gunnar Júlíusson og Þorsteinn Þorvaldsson á góðri stund á gömlu 5. flötinni. 62 GOLF.IS - Golf á Íslandi Bæjarbúar geta verið stoltir af Garðavelli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.