Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 100
Hver er ástæðan fyrir því að þú ert
í golfi? „Golf er mjög skemmtileg og
spennandi íþrótt.“
Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Slá góð högg og ná góðu skori.“
Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Að vera atvinnukylfingur.“
Hver er styrkleikinn þinn í golfi?
„Slæ frekar beint og er búinn að bæta mig
mjög í vippum.“
Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Er að
vinna í því að slá lengra.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem
hefur gerst hjá þér í golfi?
„Það var mjög gaman að keppa í Flórída og
Skotlandi. Það munaði nýlega sáralitlu að
ég hefði fengið albatros.“
Hvað er vandræðalegasta atvikið á
golfvellinum hjá þér? „Það er aldrei
skemmtilegt að klúðra hálfs meters pútti.“
Draumaráshópurinn? Tiger Woods, Rory
Mcllroy og Annika Sörenstam en hún
er eina konan sem hefur skorað undir 60
höggum í keppni.“
Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers
vegna? „Ég og pabbi fórum til Flórída í vor
og spiluðum Eagle Creek sem var æði enda
flottur og skemmtilegur golfvöllur.“
Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi
hjá þér og hvers vegna? 14. á Leirdalnum
því þar er góður birdie-séns. Bergvíkin í
Leirunni sem er falleg, og 18. á Eagle Creek
sem er glæsileg og krefjandi.“
Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan
golf? „Líkamsræktin og tónlist.“
Í hvaða skóla og bekk ertu? „Var að klára
3. bekk í Verzló.“
Skemmtileg og spennandi íþrótt
– Elísabet Ágústsdóttir slær beint
en ætlar að bæta högglengdina
Elísabet Ágústsdóttir úr
Golfklúbbi Kópavogs og
Garðabæjar hefur hægt og
sígandi skipað sér í fremstu
röð í unglingagolfinu.
Elísabet stundar nám við
Verslunarskóla Íslands en
hún endaði í öðru sæti á
þriðja móti ársins á Íslands
bankamótaröðinni sem
fram fór á Húsatóftavelli
í Grindavík í júní. Elísabet
stefnir á að verða atvinnu
maður ef draumar hennar
ganga upp.
Staðreyndir:
Nafn: Elísabet Ágústsdóttir.
Aldur: 16.
Forgjöf: 7,7.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldsdrykkur: Berg toppur.
Uppáhaldskylfa: Hybrid.
Ég hlusta á: Sam Smith, Ed Sheeran,
Rihanna ofl.
Besta skor í golfi: 73 högg.
Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan
Spieth? Rory Mcllroy.
Besta vefsíðan: Youtube og Instagram.
Besta blaðið: Golf á Íslandi – að
sjálfsögðu.
Hvað óttast þú mest í golfinu: Að ná
ekki jafn góðum árangri og ég vil.
Dræver: Titleist 913D2, 10,5 gráður.
Brautartré: Titleist 913F, 19 gráður.
Blendingur: Titleist 913H, 24 gráður.
Járn: Ping i20.
Fleygjárn: Titleist 52, 56 og 60 gráður.
Pútter: Odyssey.
Hanski: FootJoy.
Skór: Ecco.
Golfpoki: Ping.
Kerra: Clicgear.
100 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Skemmtileg og spennandi íþrótt