Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 80
„Bombaði“ annað höggið á 17. braut:
„Annað höggið á fyrsta hringnum á 17. braut stendur upp úr eftir þetta mót,“ sagði
sigurvegarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar hún var innt eftir eftirminnilegasta
högginu á Símamótinu. „Upphafshöggið var gott og fór vel upp fyrir brekkuna.
Þar átti ég eftir rúmlega 200 metra og ég tók 5-tréð upp úr pokanum. Ég ákvað að
„bomba“ boltanum þarna uppeftir og ég hitti boltann eins vel og hægt er. Hann lenti
rétt fyrir framan flötina og endaði einum metra frá holunni.“
Sú 17. stendur upp úr:
„Mér finnst 17. brautin vera skemmtilegasta holan
á Hlíðavelli. Það getur allt gerst á þessari holu,
gott og slæmt.“
Sigurvegar: Guðrún Brá Björgvinsdóttir
horfir hér á eftir upphafshögginu á 14. teig
á Hlíðavelli.
549 fuglar
Alls náðu kylfingarnir sem kepptu á
Símamótinu á Hlíðavelli 549 fuglum
á hringjunum þremur. Flestir fuglar
komu á öðrum keppnisdeginum
eða 199 alls.
1. hringur: Fuglar 171 - ernir 2.
2. hringur: Fuglar 199 - ernir 4.
3. hringur: Fuglar 179 - ernir 7.
13 ernir
Alls komu 13 ernir á hringjunum
þremur á Símamótinu. Flestir á
lokahringnum eða alls 7 en fæstir á
fyrsta hringnum eða 2.
1. hringur: Ernir 2.
2. hringur: Ernir 4.
3. hringur: Ernir 7.
79,8 högg að meðaltali
Meðalskorið á hringjunum þremur
á Hlíðavelli í Mosfellsbæ var 79,8
högg en par vallarins er 72 högg.
Kylfingarnir léku því á tæplega á
8 höggum yfir pari að meðaltali.
Tíunda og fjórtánda, sem eru
báðar par 4, voru þær brautir sem
keppendur réðu hvað best við en
meðalskorið var par á þessum
brautum eða fjögur högg. Sömu
sögu er að segja af 7. braut sem er
par 5 hola en meðalskorið var par
eða fimm högg á þeirri braut.
Á par 3 brautunum var hæsta
meðalskorið á 15. braut eða 3,8
högg, en það var 3,55 högg að
meðaltali á 1. braut, 3,5 högg á þeirri
9., og 3,5 högg á þeirri 12.
Erfiðasta braut vallarins var sú 6.
sem er par 5. Meðalskorið á þeirri
braut var 5,6 högg en sú 17. var
ekki langt á eftir með 5,5 högg að
meðaltali.
Erfiðasta par 4 hola Hlíðavallar var
sú 5., en meðalskorið var 4,6 högg.
Varnarleikur: Aron Skúli Ingason úr GM
og Stefán Már Stefánsson úr GR verjast
hér árás kríunnar við 8. braut á Hlíðavelli.
ALLS STAÐAR
GAS
R
áð
an
di
-
au
gl
ýs
in
ga
st
of
a
eh
f
ÞÚ GETUR SLAKAÐ Á OG
UPPLIFAÐ ÖRYGGI VIÐ
GRILLIÐ MEÐ AGA GAS
80 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin