Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 48

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 48
sumarsins kom á þeim degi þar sem rigndi eins og hellt væri úr fötu á keppendur. Meistaramót klúbbsins var fyrst haldið 1970. Garðavöllur hefur smám saman verið að taka á sig núverandi mynd. Árið 1969 náðist stór áfangi er samþykki fékkst fyrir afnotum á álíka stóru landi og fyrir var vestan sex holu vallarins. Uppdráttur af níu holu velli var samþykktur árið 1969 og hafist var handa við leik á þessum velli sumarið 1972. Árið 1977 fékkst enn meira land og völlurinn var stækkaður enn frekar árið 1978. Árið 1982 var framtíð Garðavallar tryggð þegar völlurinn var samþykktur í aðalskipulag Akraneskaupstaðar. 18 holur árið 2000 Hugmyndin að stækkun Garðavallar í 18 holur fór á skrið árið 1988 og árið 1994 tókust samningar við Akraneskaupstað um landnýtingu og kostnaðarþátttöku bæjarfélagsins. Árið 1995 voru núverandi 1., 2., 3. og 4. braut vallarins teknar í notkun. Alls voru 11 holur á vellinum allt fram til ársins 2000 þegar allar 18 holurnar voru teknar í notkun. Völlurinn var formlega opnaður sem 18 holu völlur árið 2000 og Íslandsmótið í höggleik fór fram á vellinum árið 2004 þar sem Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði sigri í karlaflokki en hann var þá genginn í raðir GKG. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki. Margar hugmyndir að stækkun Núverandi félagsaðstaða var tekin í notkun árið 1978 og leysti af hólmi gamla klúbbhúsið sem keypt var árið 1969. Margar hugmyndir eru til um stækkun á núverandi klúbbhúsi og má þar nefna að byggja ofan á húsið útsýnispall eða jafnvel aðra hæð. Árið 2005 á 40 ára afmælisári klúbbsins voru uppi hugmyndir um að byggja nýtt klúbbhús á þeim stað þar sem 9. flötin er í dag. Nýtt æfingaskýli var tekið í notkun þann 3. júlí árið 2004 og fékk mannvirkið nafnið Teigar. Skýlið er við æfingasvæði vallarins og er það mikið notað – enda er það upplýst og hægt að slá þar fram eftir hausti og eitthvað fram eftir vetri þegar aðstæður leyfa. Flatarmál Teiga er tæplega 200 fermetrar og undirstöðurnar eru steinsteyptar. Þessi aðstaða hefur gjörbreytt æfingaaðstöðu félagsmanna og gesta. Ný og glæsileg vélageymsla Árið 2011 var gerður samstarfssamningur við Akraneskaupstað um byggingu á nýrri vélageymslu. Nýja vélageymslan er rúmlega 500 fermetrar. Mannvirkið gjörbreytir allri geymsluaðstöðu fyrir þann vélakost sem Leynir á. Þar er einnig verkstæði til að viðhalda vélum og aðstaða fyrir starfsmenn sem vinna við golfvöllinn. Yfir vetrartímann hefur vélageymslan verið nýtt sem æfingaaðstaða fyrir félagsmenn og æfingar afrekshópa. Nýlega var tekinn í notkun fullkominn golfhermir sem hefur vakið mikla lukku hjá félagsmönnum sem eru í dag á vel á fimmta hundrað. Eftir stækkun Garðavallar í 18 holu keppnisvöll hafa öll helstu golfmót GSÍ verið haldin á Garðavelli frá árinu 2000 fram til dagsins í dag. Þar má nefna Íslands mótið í höggleik, Íslandsmót öldunga, Íslandsmót unglinga, Landsmót 35 ára og eldri, sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla og kvenna auk stigamóta karla, kvenna og unglinga. Má með þessari upptalningu staðfesta að Garðavöllur sé einn af betri keppnisvöllum landsins. Breytingar: Loftmynd af nýja hluta Garðavallar. Gamalt: Hér er mynd sem er tekin upp eftir 1. og 9. braut. Eins og sjá má eru miklar breytingar frá þessum tíma. Vígsluathöfn. Reynir Þorsteinsson fyrrum formaður Leynis á vígsluathöfninni þegar Garðavöllur varð að 18. holu velli. 48 GOLF.IS - Golf á Íslandi Gríðarlegar breytingar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.