Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 77

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 77
Lokastaðan í karlaflokki á Símamótinu: 1. Kristján Þór Einarsson, GM 217 högg (71-77-69) +1 2. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 217 högg (73-69-75) +1 *Kristján hafði betur á fyrstu holu í bráðabana. 3. – 4. Heiðar Davíð Bragason, GHD 218 högg (72-74-72) +2 3. – 4. Björn Óskar Guðjónsson, GM 218 högg (77-70-71) +2 5. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 219 högg (78-71-70) +3 6. – 8. Axel Bóasson, GK 220 högg (73-75-72) + 4 6. – 8. Stefán Már Stefánsson, GR 220 högg (73-75-72) +4 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 221 högg (71-76-74) + 5 10. – 12. Haukur Már Ólafsson, GKG 222 högg (76-73-73) + 6 10. – 12. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 222 högg (76-73-73) + 6 10. – 12. Dagur Ebenezersson, GM 222 högg (73-73-76) + 6 Kristján Þór kom sér í bráðabanann með mögnuðum lokakafla á lokahringnum þar sem hann lék á -3 eða 69 höggum. Kristján Þór fékk fugl á lokaholunni sem gerði það að verkum að hann var á +1 samtals. Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG var í lokaráshópnum og hann var með sex högga forskot á Kristján Þór fyrir lokahringinn. Það gekk fátt upp hjá Guðjóni þegar mest á reyndi en hann átti enn möguleika á að tryggja sér sigur með pútti fyrir fugli á lokaholunni. Hann náði því ekki og kom inn í klúbbhúsið á 75 höggum og bráðabani var staðreynd. Guðjón hitti ekki flötina í upphafshögginu í bráðabananum og annað höggið sló hann úr frekari erfiðri stöðu. Hann náði ekki að setja pútt fyrir pari ofan í. Björn Óskar Guðjónsson úr GM og Heiðar Davíð Bragason úr GHD voru jafnir í 3. – 4. sæti á +2 samtals og voru þeir nálægt því að komast í bráðabanann. Björn Óskar fékk skolla á lokaholunni en par hefði dugað honum til þess að komast í keppni um sigurinn. Heiðar Davíð hefði þurft fugl á lokaholunni. Þetta er besti árangur Björns Óskars á Eimskipsmótaröðinni en Heiðar Davíð er þaulreyndur sigurvegari á mótaröðinni og varð Íslandsmeistari árið 2005. Kristján Þór sigraði á þremur mótum í fyrra á Eimskipsmótaröðinni og var þetta fyrsti sigur hans á þessu tímabili. Alls tóku 88 kylfingar þátt í karlaflokki en 64 þeirra komust í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Púttið á 18. á lokahringnum eftirminnilegast „Ef ég ætti að velja eitt högg sem væri högg mótsins, þá væri það 12 metra púttið sem ég setti niður fyrir fugli á 18. holunni á lokadeginum. Það kom mér í vænlega stöðu og tryggði mér að lokum sæti í bráðabana um sigurinn á mótinu,“ sagði Kristján Þór Einarsson um eftirminnilegasta högg Símamótsins. Fjórða brautin gefur og refsar „Uppáhaldsholan mín á vellinum er 4. holan á Hlíðavelli. Þetta er tiltölulega stutt par 4 hola með grjóthlöðnum skurði niður alla brautina á vinstri hönd. Holan gefur frábæra möguleika á fugli og jafnvel erni ef teighöggið er mjög gott. Brautin er jafnfljót að refsa því skurðurinn fyrir framan flötina grípur marga bolta ef þeir eru ekki 100%.“ - Kristján Þór Einarsson Bráðabani: Kristján Þór undirbýr sig fyrir lokapúttið í bráðabananum gegn Guðjóni Sáttur: Björn Óskar Guðjónsson var ánægður með þriðja sætið og fagnar hér með móður sinni, Írisi Ösp Björnsdóttur 77GOLF.IS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.