Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 64
Vönduð hönnun, fagurlega unnin húsgögn og munir eru hlutir sem halda verðgildi áratugum
saman. Í Módern bjóðum við það besta í evrópskri hönnun og leggjum metnað í fallegar
útstillingar sem gefa viðskiptavinum okkar hugmyndir og innblástur. Það er mikilvægt að
vanda valið og sérfræðingar verslunarinnar eru ávallt til taks með fróðleik og ráðgjöf byggða
á vöruþekkingu og þrautþjálfuðu auga fyrir samræmi og stíl.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is
GÓÐ HÖNNUN
FEGRAR HEIMILIÐ
ÞITT HEIMILI – ÞÍN STUND
Eclipse borð ⁄ ⁄ Verð frá 34.900 kr.
M-sófi ⁄ ⁄ Verð frá 239.900 kr.
Catifa 80 hægindastóll ⁄ ⁄ Verð frá 214.900 kr.
4240 Octo ljós ⁄ ⁄ Verð 144.900 kr.
4210 standlampi ⁄ ⁄ Verð 154.900 kr.
Nordic Plain gólfmotta ⁄ ⁄ Verð á m2 74.900 kr.
Arper púðar ⁄ ⁄ Verð 28.900 kr.
Manhattan teppi ⁄ ⁄ Verð 18.900 kr.
Omaggio thermobolli ⁄ ⁄ Verð 3.990 kr.
Botanica vasi ⁄ ⁄ Verð 11.490 kr.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
53
27
1
það að ég þyrfti að vera hjá atvinnumanni í
lengri tíma til þess að ná tökum á þessu. Ég
yrði bara helgarspilari – þá skipti forgjöfin
engu máli, ég hafði engan áhuga á því.“
Þorsteinn dregur ekkert úr þeirri staðreynd
að hann hafi margoft íhuga að draga sig í
hlé sem formaður vegna anna í vinnu. Þá
sérstaklega á upphafsárum Leynis og það
hafi oft komið upp sú staða að hætta hafi
verið á að klúbburinn legðist af.
Vökvunarkerfið kom
vellinum á kortið
Garðavöllur þótti á upphafsárunum
skemmtilegur golfvöllur og góðar flatir
einkenndu völlinn allt frá upphafi.
Vökvunarkerfi var sett upp á vellinum
mjög snemma og var það nýlunda á Íslandi.
Þorsteinn var að sjálfsögðu með puttana í
því verkefni og hann er ekki í vafa um að sú
aðgerð hafi komið vellinum á kortið.
„Við vorum fyrstir með vökvunarkerfi hér
á landi og mönnum þótti gaman að koma
hingað og slá inn á flatirnar. Þær tóku
vel við boltanum. Þetta var allt saman
lagt með heimatilbúnum plóg og það gekk
ágætlega. Þetta munaði miklu því strax á
vorin gátum við vökvað. Maímánuður er
oft þurr og ekki hægt að bera á. Við gátum
borið á og vökvað það niður. Flatirnar voru
því mun fyrr tilbúnar hér en hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur í Grafarholtinu. Þetta munaði
miklu.“
Þorsteinn sló fyrsta golfhöggið þegar Garða
völlur var opnaður formlega sem 18 holu
völlur á sínum tíma og var hann ánægður
með það högg þegar hann rifjar þá stund
upp. „Það var skemmtileg stund þegar
vellinum var breytt í 18 holur. Ég sló fyrsta
höggið og var klæddur eins og maður var
klæddur í gamla daga. Var með hatt og í
jakkafötum með hálstau. Það var sérstakt og
gaman að því þegar þetta var opnað. Ég sló
með 5-járni og fór yfir skurðinn – það var
alveg nóg. Ég var ekkert að taka dræverinn
og slæsa út í skóginn.“
Að lokum segir Þorsteinn að Garðavöllur
sé á góðum stað í fallegum bæ og bæjarbúar
geti verið stoltir af þessum stað.
„Ég held að byggðin komi ekki til með
að þrengja að okkur. Þetta er voðalega
þægilegt fyrir íbúa að hafa völlinn við
bæjardyrnar. Það er látið vel af vellinum
og margir telja hann í hópi þriggja bestu
valla landsins. Ég er ánægður með það þegar
maður hættir. Þetta er komið nóg, en ég
slæ kannski nokkur högg í sumar,” sagði
Þorsteinn Þorvaldsson.
Hvað ertu að þvælast
uppi á golfvelli?
- Elín Hannesdóttir var fyrsta konan
sem keppti á golfmóti hjá Leyni
„Ætli það hafi ekki verið þannig að feðgarnir voru öllum stundum uppi
á velli og ég var bara ein heima. Ég var að vinna í fiski niðri á Kampi og
þegar ég byrjaði að spila golf þá hætti ég að vinna yfir sumarið til þess
að geta spilað. Það var lítið mál að fá stelpur í vinnu yfir sumartímann
til þess að fylla mitt skarð. Ég tók því bara öll sumur í frí,“ segir
Elín Hannesdóttir þegar hún var innt eftir því hvernig hún byrjaði í
golfíþróttinni. Elín er fyrsta konan sem tók þátt í golfmóti hjá Leyni og
er fyrsta konan sem skráð var í klúbbinn.
Það má með sanni segja að Elín hafi
tekið golfíþróttina föstum tökum allt frá
upphafi – enda var ekki hjá því komist
þar sem um lítið annað var rætt á heimili
hennar. Hún áttaði sig ekki á því að
konur spiluðu líka golf fyrr en hún sá
konur í golfi á Nesvellinum.
„Ég heyrði í þeim heima öllum stundum
tala um golf – ég skildi ekkert hvað þeir
voru að segja, enda töluðu þeir bara
golfmálið. Mér fannst þetta sniðugt þar
sem þeir voru að gera, Steini að gera við
vélar og traktora og annað slíkt. Ég fór
með Steina suður á Nesvöllinn að ég
held. Þar sá ég að konur voru að spila
golf, þetta varð til þess að ég fór að fara
með Steina upp á völl þegar ég vissi að
hann var að fara að „leika“ sér. Ég var
bara að draga fyrir hann og prófaði af
og til að slá. Þegar gamli skálinn kom á
svæðið fór ég að selja kók og prins-póló í
skálanum fyrir klúbbinn.“
Skemmtilegur tími
Það voru ekki margar konur sem lögðu
leið sína á fyrstu árum Leynis upp á
Garðavöll en smátt og smátt fór það að
breytast.
„Frænkur mínar tvær sem voru á
fermingaraldri voru einnig að aðstoða
mig við veitingasöluna. Síðar komu
Katrín Georgsdóttir og Guðrún Geirdal.
Þær voru fyrstu konurnar sem komu
með mér í þetta. Við bökuðum vöfflur
sem voru vinsælar þegar við vorum með
„heimamót“. Klúbburinn átti engan
borðbúnað á þessum árum og við fengum
allt lánað neðan úr Sementsverksmiðju
- þetta skipti miklu máli fyrir okkur á
þessum tíma. Kata var bílstjórinn enda
hef ég aldrei keyrt bíl og hún sá um að
koma þessu á milli staða. Það var mjög
skemmtilegur tími – þetta voru ekki
margar konur á þessum tíma. Fyrst kom
Kata, síðan Erla Karlsdóttir.“
Elín rifjar upp fyrsta mótið hjá Leyni þar
sem keppt var sérstaklega í kvennaflokki.
Þar var hápunkturinn að hennar mati að
hún datt ofan í skurð en náði að klára
keppnina.
„Fyrsta mótið þar sem sérstakur
kvennaflokkur var þá vorum við þrjár
sem kepptum. Ég, Katrín Georgsdóttir og
Guðrún Geirdal. Ég man ekki alveg hvort
völlurinn var 9 holur á þeim tíma en
gamli skálinn var enn í notkun. Ég man
að ég datt í skurð á þessu móti og það var
mikið hlegið. En ég náði að klára mótið,
ég var rennandi blaut upp að hnjám en
þetta var fyrsta kvennamótið hérna hjá
okkur í klúbbnum.“
Elín dregur ekkert úr því að margir hafi
undrast það að hún væri að stunda
golfíþróttina sem þótti mikið karlavígi á
þeim tíma.
„Það var sagt við mig; Hvað ertu að
þvælast uppi á golfvelli – það eru
eintómir karlar þarna? Þetta þekktist ekki
hér þetta golf.“
Frá vinstri: Ómar Örn Ragnarsson, Elín Hannes
dóttir, Þórólfur Ævar Sigurðsson, Víðir Bragason
og Janus Bragi Sigurbjörnsson.
64 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Bæjarbúar geta verið stoltir af Garðavelli