Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 8

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 8
Sagt er að stórkostleg tækifæri bjóðist hugsanlega bara einu sinni á lífsleiðinni. Stundum koma þau jafnvel bara einu sinni á hundrað ára fresti. Slíkt tækifæri bauðst golfíþróttinni fyrir skemmstu, þegar keppt var í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn frá árinu 1904, eða í 112 ár. Ríó bauð upp á einstakt tækifæri – ekki bara fyrir golfíþróttina, til að stækka og breiðast út, heldur einnig fyrir þá kylfinga sem var boðið taka þátt í keppninni. Sviðið var þeirra og öll heimsbyggðin fylgdist með. Þegar leiktjöldin voru dregin frá, kom hins vegar í ljós að nokkrir af aðalleikurum stóðu ekki á sviðinu. Kylfingarnir gáfu ýmsar ástæður fyrir fjarveru sinni, sem flestar voru býsna ómerkilegar. Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, bætti gráu ofan á svart þegar hann sagði það ekki vera í sínum verkahring að hjálpa til við útbreiðslu golfíþróttarinnar – hann væri í golfi til sigra á risamótum. Það er sorglegt að íþróttamaður í fremstu röð skuli hafa slíkt viðhorf til íþróttarinnar sem hann á svo margt að þakka. Það er engu líkara en að kylfingurinn hafi gleymt því hvaðan hann kom og hvað aðrir hafa lagt á sig mikla vinnu til að koma honum þangað sem hann er í dag. Þá hefur hann einnig gleymt því hvers vegna þetta sama fólk lagði fram alla þessa vinnu og fjármagn. Í hverjum einasta golfklúbbi eða golfsambandi heimsins leggja óteljandi eintaklingar (langflestir í sjálfboðavinnu) á sig mikla vinnu til að efla íþróttina og útbreiðslu hennar. Í því felst meðal annars að aðstoða bestu ungmennin við að ná markmiðum sínum. Það drífur sjálfboðaliðana áfram. Stundum heppnast ætlunarverkið, sem gerir þetta allt þess virði. Nýr kylfingur skýst upp á stjörnuhimininn og þeir sem yngri eru fá þann draum að feta í fótsporin. Bestu kylfingar heims verða aldrei skyldaðir til að endugjalda greiðann en það er sorglegt að þeir skuli ekki vilja gera það þegar mikið liggur við og einstakt tækifæri býðst golfíþróttinni. Ólympíu­ leikarnir eru golfíþróttinni afar mikilvægir. Þar fyrir utan er varla hægt að segja að í því felist mikil fórn fyrir kylfinga að „þurfa“ að leika fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð heims, sem haldinn er á fjögurra ára fresti. Risamótin eru hins vegar haldin fjórum sinnum á ári og þótt háar peningafjárhæðir séu í boði fyrir sigurvegarana þá hlýtur gull-, silfur- eða bronspeningur að hafa mikla þýðingu. Fæstir íþróttamenn fá nefnilega tækifæri til að taka þátt í mörgum Ólympíuleikum á lífsleiðinni og það er óvíst að McIlory, Johnson, Spieth, Day eða Scott bjóðist slíkt tækifæri aftur. Þegar kemur að íþróttum getur nefnilega verið skammt stórra högga á milli. Stærsta golfstjarnan getur hrapað til jarðar á einni nóttu. Við þekkjum skýr dæmi þess. Að mínu mati hefði mátt velja annað keppnisfyrirkomulag á Ólympíuleikunum en fjögurra daga höggleikskeppni. Ég held að það hefði mátt keppnina áhugaverðari með annars konar leikfyrirkomulagi, sérstaklega þegar litið er til þess hversu sviðið var stórt og hversu langt er síðan keppt var í golfi á leikunum. Það breytir því hins vegar ekki að leikarnir heppnuðust einstaklega vel og voru góð auglýsing fyrir golfíþróttina. Ummæli þeirra keppenda sem tóku þátt eru staðfesting þess auk þess sem sjónvarpsáhorfið var það mesta sem mældist, að lokahring Masters frátöldum. Þeir kylfingar sem kusu frekar að keppa á John Deere Classic mótinu á PGA-mótaröðinni eða kusu jafnvel að keppa ekkert umrædda viku, munu vonandi horfa til baka og hugsa með sér að þarna hafi þeir gert stór mistök. Mistökin eru hins vegar til þess að læra af þeim og aftur verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í Tókíó árið 2020. Ljósin á stóra sviðinu verða þá kveikt á nýjan leik og ég trúi ekki öðru en að bestu kylfingar heims, í karla- og kvennaflokki, verði þá tilbúnir að fara með rulluna sína. Þar sem þetta síðasta tölublað Golf á Íslandi á þessu golftímabili langar mig að lokum að þakka öllum sjálfboðaliðum í hreyfingunni fyrir þeirra óeigingjörnu störf í sumar. Með bestu kveðju, Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands Þegar tækifærin bjóðast Takk fyrir ógleymanlegan dag Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka Fleiri en 15 þúsund hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 og settu nýtt met í áheitasöfnun til styrktar góðum málefnum. Íslandsbanki óskar öllum hlaupurum til hamingju með glæsilegan árangur. Sérstaklega þökkum við öllum þeim sem hétu á hlaupara á hlaupastyrkur.is og tóku þannig þátt í stærstu fjáröflun landsins fyrir góðgerðarfélög. Við hlökkum til að sjá ykkur að ári! 8 GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.