Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 11

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 11
Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 16.820 skráðir í golfklúbba víðsvegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 400 kylfinga frá árinu í fyrra. Fjölgunin er hvað mest í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu. Gott veðurfar, aukin markaðssetning og fjölbreyttara framboð á félagaaðild gætu verið líklegar skýringar á fjölguninni. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að aukningin er mest hjá fólki sem er 50 ára og eldra en sá hópur stækkar um heil 13% milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks 22- 49 ára og nemur fækkunin um 7%. Einnig fækkar börnum og unglingum yngri en 14 ára um 12%. Í dag eru 55% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi. Meðalaldur kvenkylfinga er nú 52 ár og karlkylfinga 46 ár. Aðsókn í golf á síðustu 16 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og fjöldinn nánast tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi fjölgun kylfinga verið um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 1%. Ef við setjum þessa stærð í samhengi við aðrar íþróttagreinar í landinu þá er knattspyrnusambandið stærst með rúmlega 22.000 félaga, en næst kemur golfsambandið með tæplega 17.000 félaga. Fimleikar og hestaíþróttir koma þar næst. Capacent framkvæmir árlega neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að um 60.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba. Golfsumarið heldur áfram og enn geta kylfingar skráð sig í klúbba.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.