Golf á Íslandi - 01.10.2016, Page 26
t.d. í verslunarferð í golfbúð þar sem ég ætlaði að kaupa eitt par af
golfskóm. Ég fór út með allt sem ég þurfti í golfið, golfsett, kerru,
fatnað og eitthvað meira. Ef maður getur ekkert í golfinu þá er mjög
auðvelt að líta alla vega út fyrir að geta eitthvað,“ segir Hulda og
hlær.
Ragnheiður: „Ég fékk ekki mikla kennslu eða leiðbeiningar
þegar ég fór af stað og ég er að gera alls konar vitleysu sem hefði
verið hægt að laga strax í upphafi. Ég hef hins vegar farið í alvöru
mælingu hjá sérfræðingi í golfbúð hvað varðar kylfurnar. Ég
mætti á svæðið og sagðist vilja fara í mælingu eins og einhver
sérfræðingur í þessu sporti. Starfsmaðurinn spurði mig hvaða
forgjöf ég væri með og ég svaraði því til að það væri eins og að
spyrja konu um hæð og þyngd. Ég mætti í mælinguna og var bara
kófsveitt að slá í eitthvert net með 7-járninu. Það heyrðist ekkert
í starfsmanninum í langa stund á meðan ég var að slá og ég var
handviss um að hann væri bara á facebook. Hann svaraði því
neitandi og sagði síðan að það þyrfti ekkert að breyta neinu hjá
mér hvað kylfurnar varðar. Hann hefur eflaust ekki haft kjark til að
segja sannleikann - að ég gæti ekkert í golfi.“
Hulda: „Það var furðulegt að upplifa að dreyma golf stuttu eftir að
hafa byrjað í golfi. Eina nóttina hrökk ég upp í miðjum svefni þar
sem ég var að dræva af krafti og slá boltann. Ég vakti bara Bjössa og
sagði honum að mig væri farið að dreyma golf. Hann var bara sáttur
við það og ég sé að hann brosir inni í stofu þegar við Ragnheiður
erum að tala um golf við eldhúsborðið. Hann hafði lengi beðið eftir
slíkri umræðu hjá okkur.“
Ragnheiður: „Við höfum gert alveg ótrúlega skemmtilega hluti
saman frá því að við byrjuðum í golfinu, ferðast út um allt land og
einnig til útlanda til þess að spila. Við eigum frábærar minningar frá
þessum ferðalögum. Ég held ég hafi spilað um 20 velli á landinu nú
þegar og margir eftir.
Árni Björn Birnuson er heppinn að margir í kringum hann stunda
golfíþróttina. Hér slær hinn 9 ára gamli Árni af 9. teig og Ragnheiður
fylgist spennt með. Mynd/seth@golf.is
Leigjum út Powakaddy
rafmagnskerrur
og golfsett frá Taylor Made
og Srixon
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
B Í L D S H Ö F Ð A 2 0
Björn Steinar Stefánsson er
eiginmaður Huldu og er lipur
kylfingur. Hér slær hann upphafs
höggið á 9. braut í Mýrinni.
Mynd/seth@golf.is
MITSUBISHI OUTLANDER
TILFINNINGIN ER
ÓLÝSANLEG ÞAR
TIL ÞÚ PRÓFAR
I I I I
I
Mitsubishi Outlander hefur fengið frábærar viðtökur. Betur búinn fjórhjóladrinn
fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og
fáðu tilnninguna sem svo ertt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar.
FYRIR HUGSANDI FÓLK
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Mitsubishi Outlander
Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá:
5.390.000 kr.
26 GOLF.IS - Golf á Íslandi
„Aldrei of seint að byrja“