Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 28

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 28
Vinkonurnar eru sammála um að félagsskapurinn og útiveran sé það sem heilli mest við golfið. Ragnheiður: „Mér finnst ótrúlega gaman að spila með skemmtilegu fólki. Hér í GKG var vel tekið á móti mér og ég skrái mig bara með hverjum sem er. Ef það er laust í þriggja manna ráshóp þá fer ég bara með. Ég læt ekkert stoppa mig. Það hefur oft komið fyrir að ég lendi í hóp strákum með lága forgjöf, alveg niður í 2, og það hefur bara verið skemmtilegt. Þeir eru ekkert að pirra sig á því að ég sé með þeim og þeir hrósa fyrir góð högg og slíkt. Ég hef aldrei lent í því að upplifa það að vera ekki velkomin. Ég skil reyndar ekki af hverju þeir sem eru svona góðir greiði fullt gjald því þeir nota völlinn lítið sem ekkert og slá fá högg - alla vega miðað við mig.“ Hulda: „Umræðuefnið sem skapast í kringum kylfinga eru óþrjótandi og það er alltaf hægt að finna eitthvað til að spjalla um. Mér leið ekki vel í upphafi að spila með ókunnugu fólki en það breyttist þegar ég spilaði með eldri manni sem var fyrrverandi flugstjóri. Hann var með okkur Bjössa í ráshóp og ég var með hnút í maganum fyrir hringinn og gekk ekki vel á fyrstu holunum. Hann sá að mér leið ekki vel. Hann sagði mér að vera ekkert að stressa mig á þessu. „Við byrjuðum öll einhvern tímann í golfi og láttu þetta aldrei trufla þig,“ sagði hann. Ég gleymi þessum orðum ekki.“ Ragnheiður er meira fyrir að keppa í golfi en Hulda mætir af og til í mót þegar þannig liggur á henni. Ragnheiður: „Mér hefur gengið vel að undanförnu, sigraði í mínum flokki á meistaramóti GKG og einnig á Íslandsmóti +35 í Vestmanneyjum. Ég hef haft mikið fyrir þessu og ég þarf að fara til golfkennara til að ná lengra. Ég skrái nánast alla hringi og forgjöfin getur varla verið réttari hjá mér. Mér sárnaði mikið í golfferð á Spáni þar sem ég var sögð vera forgjafarsvindlari eftir að hafa leikið flesta hringina á 39- 42 punktum. Það var varla klappað við verðlaunaafhendingu á lokamótinu í þessari ferð og mér fannst þetta skrítið hugarfar. Fararstjórinn í þessari ferð gerði síðan vel að slökkva þessa umræðu en þetta var óþarfi.“ Hulda: „Ég fer ekki eins mikið í mótin og Ragnheiður. Mér líður bara vel með það sem ég er að gera. Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki gefið þessari frábæru íþrótt tækifæri fyrr, en það var kannski ekki mikill tími sem ég hafði áður á meðan börnin voru yngri. Núna hef ég meiri tíma og ég nýti þann tíma bara enn betur.“ Ragnheiður: „Ég er sammála Huldu með að hafa ekki gefið þessu tækifæri fyrr. Ég var með fullt af fólki í kringum mig sem spilaði golf. Ég kveikti bara ekki á perunni en það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Ég er að upplifa frábæra tíma núna og það er aldrei of seint að byrja.“ Hulda horfir hér á eftir vel heppnuðu upphafshöggi. Mynd/seth@golf.is Ragnheiður slær hér upphafshögg á 8. braut í Mýrinni hjá GKG. Mynd/seth@golf.is Eru verkir að hækka forgjöfina? Fyrir íþróttafólk og aðra sem hreyfa sig mikið Fyrir þá sem sofa illa og glíma við fótaóeirð Fyrir alla Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana Kristín Dagný Magnúsdóttir: „Ég er mikið í golfi og stunda samhliða aðra líkamsrækt svo til daglega. Ég hef glímt við beinhimnubólgu frá unga aldri ásamt því að þreyta og pirringur í fótum hefur gert mér erfitt fyrir að sofna á kvöldin. Ég heyrði fyrst af Magnesium Oil spreyjunum frá Better You fyrir tveimur árum og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið. Spreyið hjálpar mér mikið með beinhimnubólguna og nú sef ég eins og ungabarn á nóttunni. Maðurinn minn hafði ekki mikla trú á þessu í fyrstu en hann hefur einnig verið að glíma við fótaóeirð, sérstaklega eftir langar gönguferðir eða annasaman dag. Eftir að hann prófaði spreyið þarf hann ekki lengur að vera sífellt að færa fæturna til í nýja legu á nóttunni og sefur miklu betur. Við mælum heilshugar með spreyjunum. Þau virka fyrir okkur.“ 28 GOLF.IS - Golf á Íslandi „Aldrei of seint að byrja“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.