Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 32

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 32
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni 2016. Mótið fer í sögubækurnar á mörgum sviðum og þá sérstaklega að skor keppenda var frábært og gefur skýra mynd af því að golfíþróttin á Íslandi er í mikilli framför. Þar ber hæst að Ólafía og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni voru báðar á betra skori en efstu keppendurnir í karlaflokki. Ólafía setti nýtt og glæsilegt mótsmet í kvennaflokki með árangri sínum en hún lék á -11 samtals og Valdís var á -8 samtals. Birgir Leifur, sem varð fertugur í maí á þessu ári, setti nýtt met í karlaflokki. Hann er núna sigursælasti karlkylfingurinn á Íslands­ mótinu frá upphafi. Birgir Leifur landaði sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli eftir hörkubaráttu á lokahringnum en hann lék á -8 samtals og var einu höggi betri en Axel Bóasson úr GK og Bjarki Pétursson úr GB. Það má segja að Birgir Leifur hafi hitnað eins og díselvél þegar leið á 75. Íslandsmótið í karlaflokki. Fyrir lokahringinn var hann í 7. sæti á -3 samtals og þegar hann átti 9 holur eftir var hann enn þremur höggum á eftir efstu mönnum. Birgir fékk fugla á 10., 13. og 15. braut. Það ótrúlega gerðist síðan á 17. flöt þar sem hann fékk fimmta fuglinn á lokahringnum. Á 71. holu var Birgir Leifur í fyrsta sinn í efsta sæti mótsins. Hann fékk síðan par á 18. brautina og lék á -8 samtals. Axel og Bjarki fengu báðir tækifæri til þess að jafna við Birgi Leif þegar þeir léku tvær síðustu holurnar. Bjarki var hársbreidd frá því að fá fugl á 18. braut sem hefði tryggt umspil gegn Birgi um Íslandsmeistaratitilinn. Axel hafði síðan betur gegn Bjarka á annarri holu í bráða­ bana um annað sætið. Bjarki lék allar 18 holurnar á lokahringnum á pari og er það án efa einstakt í sögu Íslandsmótsins á lokahring. Axel Bóasson var ansi nálægt því að fá fugl á 17. holuna og spennan var því gríðarleg á lokahringnum. „Þetta var ljúft og þetta mót var frábært, gríðarlega gaman að standa uppi sem sigurvegari eftir svona harða keppni. Breiddin er alltaf að aukast og það er frábært fyrir golfíþróttina á Íslandi að Útsýnið af 15. teig er stórkostlegt á Jaðarsvelli og hér slær Birgir Leifur upphafshöggið á þriðja keppnisdeginum. Mynd/seth@golf.is Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ smellti í eina rándýra sjálfu með Íslands­ meisturunum eftir verðlauna­ afhendinguna. Mynd/seth@golf.is þú þarft nesti á ferðinni Nýtt og ferskt Nesti bíður þín hvar sem þú ferð um landið. Sem fyrr tökum við vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidrykkir sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur í rólegheitunum. Nesti er hluti af 32 GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.