Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 44

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 44
Það er algengt að heyra í í kylfingum sem eru í skýjunum með nýju járnin sín. Ekki vegna þess að þeir spila betur með þeim, heldur vegna þess að þeir slá svo langt með þeim. Þeir slá allt að heilli kylfu lengra en með gamla settinu sínu og halda að það galdri fram betra skor. Spurningin er: Af hverju slá kylfingar oft lengra með nýjum járnum og þarf það að vera gott? „Hverfandi fláa veikin“ 
Síðustu 20-30 árin hefur fláinn á járnum minnkað og sköftin hafa orðið lengri. Fyrir fáum árum var 2-járn 20°, 5-járn 32° og 9-járn 48°. Í dag er algengt að það sé ekkert 2-járn, 3-járnið er 19°-20°, 5-járnið 26° og 9-járnið 42° eða jafnvel minna. Sumir framleiðendur hafa gengið svo langt að hafa 4-járn 19° og PW 43°, sem hefði verið 2-járn og 8-járn fyrir um 30 árum. Fram­ leiðendur hafa líka lengt sköftin á járnum sínum samhliða því að minnka fláann. Sem sagt, það sem var 8-járn fyrir nokkrum árum er 9-járn í dag. Sama kylfan, sami flái og lengd, en í stað þess að það standi 8 á botni kylfunnar þá stendur talan 9. Meiri högglengd selur 
Þegar kylfingar prófa nýtt járnasett, þá er „demo“ kylfan oftast 6-járn. Ef högglengdin er meiri en með gamla 6-járninu eru miklar líkur á að kylfingar vilji kaupa allt settið. Eftir að eitt fyrirtæki byrjaði að minnka fláann til að plata kylfing til að halda að hann slái lengra, þá hafa öll önnur fylgt á eftir til að tapa ekki sölu af því högg með þeirra 6-járni fer „styttra“. En auðvitað slær kylfingurinn ekkert lengra, hann slær einfaldlega með annarri kylfu. Hann gæti gert það sama með því að líma „8“ undir gamla 7-járnið sitt. Egóið er bætt en skorið ekki.
 Það er hægt að auka högglengd með því að hækka endurkastsstuðul („COR“) með þunnum höggfleti, sem sumir framleiðendur eru farnir að gera. Það er dýrara en að einfaldlega minnka fláann og markaðsetja þá brellu vel. Aukin högglengd með miðlungs og stuttum járnum er ekki vegna þess að það er búið að breyta massamiðju eða út af nýjum sköftum. Hún er fyrst og fremst vegna þess að fláinn er minni. Hverjir eru ókostirnir við þessa þróun?
 Óstöðugt bil í lengd milli kylfa. Í járnasettum í dag er bilið í fláa á milli löngu járnanna mikið minna en á milli stuttu járnanna. Það er vegna þess að það er ekki hægt að minnka fláann jafn mikið á löngu járnunum eins og þeim stuttu, því þá myndi enginn ná höggum með löngu járnunum á loft. Sem sagt, bilið á milli 3-járns og PW er orðið miklu minna. Framleiðendur vilja augljóslega ekki selja færri kylfur og ekki láta kylfinga slá „styttra“ með demo kylfunum. Eina leiðin er því að hafa minna bil í fláa á milli löngu járnanna en mun meira á milli stuttu járnanna. Áður fyrr var stöðugt 4° bil milli allra járna. Í dag eru gjarnan 3° eða jafnvel 2° á milli löngu járnanna og svo 5° til 6° á milli stuttu járnanna. Vegna þess hve erfitt er að slá með löngum járnum og ná boltanum á loft ætti í raun að vera 5° á milli þeirra fyrir flesta kylfinga. Augljóslega verður þetta til þess að það verða óstöðug bil á milli kylfa. 
Bilið er orðið svo mikið á milli PW og SW út af þessari sölumennsku að það var fundin upp ný kylfa sem kallast milli-wedge eða gap-wedge. Framleiðendur gátu ekki minnkað fláann á sand-wedginum, því þá myndi enginn ná boltanum upp úr glompu. Bilið á milli PW og SW er því orðið um 10° eða jafnvel 13° hjá sumum framleiðendum sem eru farnir að hafa PW 43°.

 Slærðu lengra með nýjum járnum? – Birgir V. Björnsson golfkylfusérfræðingur skrifar Birgir V. Björnsson er einn helsti sérfræðingur landsins hvað val á golfkylfum varðar. Mynd/seth@golf.is 44 GOLF.IS - Golf á Íslandi Slærðu lengra með nýjum járnum?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.