Golf á Íslandi - 01.10.2016, Qupperneq 79

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Qupperneq 79
1. Leiktu ávallt á þeim hraða líkt og þú hafir aðeins þrjá tíma til þess að klára hringinn áður en það verður dimmt - óháð því á hvaða tíma dags þú ert úti á velli. 2. Taktu hlífina af þeirri kylfu sem þú notar oftast, t.d. drævernum, og settu hana í golfpokann. Það fer ótrúlega mikill tími í að taka hlífina af og setja hana aftur á kylfuna. 3. Leiktu á teigum sem eru framar en þú ert vanur/vön að leika á, það er mjög skemmtileg tilbreyting og gerir leikinn enn skemmtilegri. 4. Líttu oft á klukkuna og fylgstu vel með tímanum. Það skiptir máli að vita hvort þú hafir dregist aftur úr og þá þarftu að bæta það upp á næstu holum. 5. Sá sem er tilbúinn slær næsta högg. Það tekur of langan tíma að bíða eftir þeim sem er lengst frá holu. Sá sem er tilbúinn lætur bara vita af því og slær boltann á meðan hinir undirbúa sig fyrir höggið. 6. Ef einhver er hægur í ráshópnum, ekki fara á hans hraða, haltu þínu striki og reyndu að fá þann hæga til þess að aðlaga sig að meiri hraða. 7. Merktu bara boltann þegar hann er nálægt holunni. Ef aðpúttið fer nálægt holunni reyndu þá að klára í stað þess að merkja boltann ef þú getur. 8. Sá sem kemur fyrstur að teig á par 3 holu ætti að gefa öðrum upplýsingar um lengd að flaggi ef hann er með slíkan útbúnað. Það er óþarfi að allir séu að mæla sömu vegalengdina. 9. Vertu búinn að undirbúa höggið eins mikið og hægt er á meðan þú gengur að boltanum. Það er hægt að sjá hvaðan vindurinn blæs, stefnu og hvernig högg er best að slá á þeim tíma. Það styttir undirbúninginn þegar að boltanum er komið. 10. Reyndu að forðast það að stika vegalengdir, það er ótrúlegt hversu nákvæmur heilinn er í því að meta vegalengdir. Æfingin skapar meistarann á þessu sviði. 11. Á meðan þú ert að bíða eftir því að aðrir slái, taktu þá eins margar æfingasveiflur og þú vilt. Þegar röðin kemur að þér þarftu bara eina æfingasveiflu áður en þú slærð höggið. 12. Þegar þú kemur að flötinni skaltu setja golfútbúnaðinn á þann stað þar sem þú gengur út af flötinni á næsta teig. Það sparar mikinn tíma að þurfa ekki að ganga til baka og ná í golfútbúnaðinn á „röngum“ stað við flötina. 13. Sláðu höggið þitt áður en þú ferð að aðstoða aðra í ráshópnum við að leita týndum bolta. Það gerist ótrúlega oft að boltinn finnst á meðan þú ert að slá höggið. 14. Ef tveir leikmenn eru í sömu glompunni á svipuðum stað ætti sá sem slær fyrstur að ganga beint að sínum bolta og hefja undirbúning fyrir púttið. Sá sem slær á eftir úr glompunni rakar þá glompuna fyrir báða aðila. Sá sem sló fyrstur er þá klár í að pútta. 15. Í vissum tilvikum er allt í lagi að hafa flaggið í holunni þegar maður púttar. Þetta á við þegar maður er að leika sér í golfi. Það er hægt að spara mikinn tíma með þessu en að sjálfsögðu er þetta ekki leyfilegt í golfmótum og þegar leikið er til forgjafar. 16. Geymdu golfsögurnar sem þú heldur að allir vilji heyra þangað til komið er inn í golfskálann eftir hringinn. Það þorir enginn að slá eða undirbúa höggið á meðan þú ert í miðri sögu. Geymdu það besta þar til hringurinn er búinn. 17. Í flestum tilvikum hefur þú leikið völlinn áður og það ætti fátt að koma þér á óvart t.d. í kylfuvali á teig. Það sparar tíma að vera klár með þá kylfu sem hentar t.d. í næsta teighögg. Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 414 1000 tengi@tengi.is www.tengi.is – góð ráð til kylfinga Bættu leikhraðann 80 GOLF.IS - Golf á Íslandi Bættu leikhraðann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.