Golf á Íslandi - 01.10.2016, Side 89
Þórdís og Nökkvi
Íslandsmeistarar +35
Þórdís Geirsdóttir úr GK og Nökkvi
Gunnarsson úr NK fögnuðu sigri
á Íslandsmóti +35 sem fram fór í
Vestmannaeyjum dagana 4.-6. ágúst.
Aðstæður fyrir keppendur voru
frábærar alla þrjá keppnisdagana en
um 100 kylfingar tóku þátt. Þetta er
í 17. sinn sem mótið fer fram. Nökkvi
hefur tvívegis sigrað á þessu móti en
Þórdís er sigursælasti keppandinn
með alls 10 Íslandsmeistaratitla.
Íslandsmeistararnir 2016 í +35 flokknum.
Þórdís Geirsdóttir, GK og Nökkvi
Gunnarsson NK.
Keppt var í þremur forgjafarflokkum hjá báðum kynjum og voru úrslitin eftirfarandi:
1. flokkur karla:
1. Nökkvi Gunnarsson, NK (74-72-68) 214 högg +4
2. Örlygur Helgi Grímsson, GV (74-69-72) 215 högg +5
3. Rúnar Þór Karlsson, GV (75-70-74) 219 högg +9
2. flokkur karla:
1. Huginn Helgason, GV (74-82-76) 232 högg +22
2. Lárus Sigvaldason, GM (74-81-81) 236 högg +26
3. Börkur Geir Þorgeirsson, GR (84-82-76) 242 högg +32
3. flokkur karla:
1. Friðrik Örn Sæbjörnsson, GV (78-86-88) 252 högg +42
2. Hjalti Einarsson, GV (93-88-101) 282 högg +72
3. Garðar Jóhann Grétarsson, GG (90-94-103) 287 högg +77
1. flokkur kvenna:
1. Þórdís Geirsdóttir, GK (78-76-74) 228 högg +18
2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (85-73-74) 232 högg +22
2. flokkur kvenna:
1. Helga Friðriksdóttir, GR (96-98-88) 282 högg +72
2. Sigrún Sigurðardóttir, GÁ (99-96-92) 287 högg +77
3. Ruth Einarsdóttir, GK (90-98-101) 289 högg +79
3. flokkur kvenna:
1. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir, GKG (97-99-112) 308 högg +98
2. Hrönn Harðardóttir, GV (103-105-104) 312 högg +102
3. Sandra Björg Axelsdóttir, GR (103-115-99) 317 högg +107
Keppnin í 1. flokki karla var hörð
og spennandi allt fram á lokaholu
þar sem heimamaðurinn Örlygur
Helgi Grímsson sótti að Nökkva á
lokasprettinum. Nökkvi sigraði með
minnsta mun á +4 samtals á 54 holum.
Í 1. flokki kvenna hélt Þórdís for
skotinu sem hún náði strax á fyrsta
hringnum. Ragnhildur Sigurðardóttir
úr GR náði að halda Þórdísi við efnið
en það munaði fjórum höggum á þeim
eftir þriðja keppnishringinn.
Þórdís Geirsdóttir úr
GK slær hér á 13. teig á
lokahringnum á +35.
Hún er sigursælasti
keppandinn á þessu móti
með alls 10 titla.
. . . . í go l f ið !
90 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Þórdís og Nökkvi Íslandsmeistarar +35