Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 115

Golf á Íslandi - 01.10.2016, Síða 115
Skorkortið hjá Henrik Stenson var magnað eins og sjá má. Mynd/Twitter. Henrik Stenson sýndi magnaðan leik þegar mest á reyndi á lokahringnum á 145. Opna breska meistara­ mótinu sem fram fór á Royal Troon vellinum dagana 14.-17. júlí s.l. Þar buðu sænski kylfingurinn og Banda­ ríkjamaðurinn Phil Mickelson upp á sannkallað einvígi sem verður lengi í minnum haft. Stenson, sem er fertugur, hafði eitt högg í forskot á hinn 46 ára gamla Mickelson sem hafði einu sinni fagnað sigri á Opna breska og fimm sinnum alls á risamótum. Stenson átti enn eftir að brjóta ísinn og sagan var ekki með Stenson í liði því meðalmennska hafði einkennt leik hans á lokahringjum risamóta. Það breyttist svo sannarlega á sólríkum sunnudegi við vesturströnd Skotlands. Í stuttu máli lék Mickelson nánast fullkomið golf og endaði á -17 samtals en hann varð samt sem áður að lúta í lægra haldi fyrir Stenson sem var ótrúlegur og jafnaði mótsmet með lokahring upp á 63 högg. Golfsérfræðingar víðsvegar um veröldina áttu varla orð til þess að lýsa því sem átti sér stað á Royal Troon. Flestir eru sammála um að þar hafi farið fram eitt mesta einvígi allra tíma á lokadegi Opna breska meistaramótsins. Aðeins einvígi Bandaríkjamannanna Jacks Nicklaus og Toms Watson á Turnberry árið 1977 kemst næst þessu, þar sem Watson hafði betur. Skildu aðra keppendur eftir í rykinu Stenson og Mickelson skildu aðra keppendur eftir í rykinu í góðviðrinu á Royal Troon og ljóst að lokadagurinn yrði aðeins keppni á milli þeirra tveggja. Stenson hóf lokahringinn á 12 höggum undir pari vallar og var höggi betri en Mickelson. Taugarnar voru þandar hjá Stenson á fyrstu holunni. Hann þrípúttaði og Mickelson fékk fugl. Hinn þaulreyndi Mickelson var strax kominn í forystu eftir fyrstu holuna á lokahringnum, fimmfaldur risamótsmeistari og til alls líklegur. Stenson virtist vera óstyrkur, þrípúttaði fyrstu flötina og reynslan var með Mickelson í liði á þessum tíma. Á næstu 17 holum buðu þeir Stenson og Mickelson upp á golfsýningu sem verður vart leikin eftir í bráð. Þeir slógu mögnuð Claret Jug á loft. Henrik Stenson braut ísinn þegar mest á reyndi og lék magnað golf á lokahringnum. Mynd/golfsupport.nl – Magnaður lokahringur hjá Henrik Stenson á Royal Troon Ísinn brotinn 116 GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísinn brotinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.