Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Síða 6
Er efnisliyg'g'jan lirelt?
Eftir LEIF HILLESUND (aukakennara við háskóla)
að er alkunna, að andahyggjumenn telja hinn
sanna raunveruleika andlegs eðlis. Hin hreina
efnishyggja heldur því fram, að efnisheimur eða
tóm sé hið eina, sem til sé.
Efnishyggjan hafnar tilvist Guðs og álítur, að
hugsanaferill og önnur sálræn starfsemi séu ekk-
ert annað en eðlisfræðilegur, efnafræðilegur eða
líffræðilegur þróunargangur í heilanum.
Um aldamótin síðustu var því trúað, að nátt-
úruvísindin hefðu svo að segja sannað réttmæti
efnishyggjunnar. Eins og flestum er kunnugt,
hefur þessari sönnun eða tilraun verið hnekkt,
og getur það verið oss gleðiefni.
Jafnvel þótt hin hreina efnishyggja eigi eftir
sem áður miklu fylgi að fagna, hafa andlegar
stefnur fengið byr undir báða vængi nú á dög-
um. Hafa náttúruvísindin einmitt nokkru þar
valdið, enda þótt ýmsar aðrar ástæður eigi sinn
þátt í því. Þessar stefnur segja berum orðum, að
menn hafi í reyndinni sál (vér skulum ekki ræða
í þessu samandi afstöðuna milli sálar og anda),
og þær gera einnig ráð fyrir, að Guð sé til. Kristn-
ir menn gera allt of mikið af því að samþykkja
slíkar andlegar stefnur gagnrýnislaust. Kristnum
mönnum er í blóð borin rnikil vísindahjátrú,
þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og
af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum“.
Það er marg-undirstrikað, með hjarta, sálu,
mætti og huga.
Það er einnig fagurt að hafa mætur á Kristi.
Vel sé þeim, sem svo er farið. En mikils er þeim
vant, sem hafa ekki eignazt hann að Drottni.
„Ég trúi, að Jesús Kristur sé Drottinn minn,
sem hefur frelsað mig til þess að ég sé eign hans“.
Það er játning lútherskra manna.
sem er svo algeng á vorum dögum. Er það mjög
svo óttalegt, hve mjög hin „alþýðuskýrðu“ vís-
indi ganga í augum á mönnum án þess að sæta
hinni mnnstu gagnrýni.
Sem dæmi skulum vér stuttlega nefna grein,
sem birt var í hverju dagblaðinu á fætur öðru.
Ameríski vísindamaðurinn Stowell ætlaði að
rannsaka með vísindamælitækjum sínum, hvað
gerðist, þegar menn dæju. Hann dvaldist í her-
berginu við hliðina á þeim, sem dauðans beið.
Er trúuð kona baðst fyrir á banastundinni, fékk
Stowell jákvæðan útslátt, en aftur á móti nei-
kvæðan útslátt, er í hlut átti guðafneitandi. Nið-
urstaða þessarar rannsóknar leiddi í ljós, að
kraftur bænarinnar var fimmtíu og fimm sinnum
öflugri en tiltekin útvarpsstöð í Bandaríkjunum.
Ekki þyrfti nema örlitla sérþekkingu til þess
að fletta ofan af þessum blekkingum. Þess má t.d.
geta, að við samanburðinn við útvarpsstöðina
var ekki tekið tillit til fjarlægðanna til mæli-
tækisins, en það hefur ekki hvað sízt úrslita-
þýðingu hvað snertir stærð útsláttarins. En lak-
ast er þó það, að gert er ráð fyrir, að jákvæður
útsláttur rafmagnstækis samsvari beinlínis já-
kvæðri trúarafstöðu. En þetta er hinn grófasti
misskilningur.
Hvað kallað er jákvætt og neikvætt, þegar um
er að ræða rafsegulfyrirbrigði, er nefnilega kom-
ið undir vali, það er algjörlega undir atvikum
komið. Hefði valið verið gagnstætt, hefði eftir
þessu að dæma mátt sanna, að bænin hefði áhrif
til hins verra. Burtséð frá því, hvernig þessum
gefnu mæliniðurstöðum er háttað, segja þær oss
alls ekkert um eðli hinnar trúarlegu reynslu eða
sannleika guðstrúar.
En margt kristinna manna fagnaði þessari
grein. Loksins höfðu menn þó fengið staðfest-
2 KRISTILEGT SKOLABLAÐ