Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 11
við! Þarna kemur ein „daman“ fyrir fullum
seglum. — Nú — eða — aldrei. Bravó, bravó!
Hún hverfur með húð og hári, jörðin hefur
gleypt fyrsta fórnarlambið. — Bakkabræður koma
aðvífandi. Við sláum sjálfa okkur til riddara og
bjóðum auðmjúklega aðstoð okkar. Hvað kom
fyrir? Hvernig vildi þetta eiginlega til, ungfrú
góð? Við hlustum hæverskir á útskýringar henn-
ar og samhryggjumst henni innilega. Að lokum
látum við hendur standa fram úr ermuxn og ber-
um farangur hennar inn í skála, þar sem allir
eru óhultir um líf sitt og limi.
B. G.Alb.
Á kristilegu skólamóti í Kaldárseli.
Það ætti að vera auðvelt að setjast niður og
færa í letur einhverja skemmtilega og hugljúfa
minningu frá skólamóti í Vatnaskógi. Það þekkja
allir þeir, sem einhvern tíma hafa á slíku móti
verið. Og þó er það svo, að mér finnst það full
erfitt. Þær eru svo margar, hugsanirnar og minn-
ingarnar, sem að liuganum sækja. Það er svo
margt, sem hægt væri að rifja upp.
Ég ætla því að taka þann kostinn að minnast
aðeins lítillega á skólamót, sem haldið var suður
í Kaldárseli, en þar voru haldin kristileg skóla-
mót, áður en farið var að lialda þau í Vatna-
skógi. Fyi'stu mótin voru haldin fyrir stofnun
Kristilegra skólasamtaka.
Mig minnir, að það hafi verið á páskum 1946,
á fyrsta ntóti, sem ltaldið var í nafni KSS. Sam-
veran var ágæt, og sérstaklega góður andi ríkti í
liópnum. Ég lreld einnig, að tímanum hafi verið
hyggilega skipt milli gamans og alvöru. Tápmik-
ið æskufólk hefur þörf á að fá útrás eðlilegri
löngun sinni til glaðværðar og kátínu í samveru
og leik. En öllum var þó ljóst, að tilgangurinn
með mótshaldinu var ekki sá fyrst og fremst að
njóta skemmtilegrar útilegu í hópi góðra vina,
heldur hitt, að leita næðis til samfunda við Guð.
Ræðumenn munu allir hafa verið úr hópi nem-
enda sjálfra. Eflaust lrefur margt mátt finna að
ræðubyggingu og framsetningu lijá öllum, en
þó var augljóst, að boðskapurinn, sem þeir fluttu,
hæfði í mark. Hér var um að ræða vitnisburð
lifandi trúar. Þótt aldurinn væri ekki liár eða
reynslan rnikil, þá var hún samt n^gjanleg til
þess, að hægt var að segja frá fjölmörgum dá-
semdarverkum, sem Guð liafði gjört.
Og boðskapur, sem kemur beint frá hjarta
þess, sem talar, nær oftast beint til hjarta
þess, sem lilustar. Þannig var það á þessu móti.
Hvert, sem augum varð hvarflað á samveru-
stundunum,, mátti sjá á svipbrigðum andlitanna,
að orðin, sem töluð voru, vöktu ýrnsar liugsanir
og umbi'ot hið innra. Það er ekki alltaf þægilegt
að mæta orði Guðs, því að það slær oft sam-
vizkuna og dæmir harðlega. En jafnframt á það
einnig lruggun og frið að flytja lirelldri sál. Það
getur vakið fögnuð og gleði í hjarta, sem ekkert
annað megnar að veita.
Og við fengum að sannreyna á þessu móti, að
andi Guðs var að verki. Margir fengu kall til
nýs lífs og starfs í þjónustu Drottins Jesú.
í mótslok var ákveðið, að allir þátttakenduni-
ir skyldu Irittast sarna kvöld í Reykjavík. Og ég
er þess fullviss, að þeirri stundu gleymi ég aldrei.
Það var engin dagskrá ákveðin fyrir þá sam-
veru, enginn ræðumaður, ekkert ákveðið fyrir-
fram. Við sungum nokki'a söngva, síðan var orð-
ið gefið frjálst. Það voru margir, sem tóku til
máls það kvöld. Ég man ekki nú, hversu margir
þeir voru, en mig minnir, að þeir hafi verið
nálægt helmingur þeirra, sem á samverustund-
inni voru.
Og allir höfðu frá hinu sama að segja: Þeirri
óumræðilegu náð Guðs, sem þeim hefði veitzt
fyrir trúna á Jesúm Krist, og því mikla gildi,
sem samveran á skólamótinu hafði haft fyi'ir þá.
Sjaldan hef ég jafnglöggt fundið til nærveru
Guðs og þá.
Er ég horfi til liðins tírna yfir þau kristilegu
skólamót, sem ég hef tekið þátt í, þá hekl ég, að
minningin um þetta mót sé mér einna dýrmæt-
ust. Og það er ósk mín og bæn til kristilegra
skólasamtaka, að slíkur andi megi einkenna allt
starf þeirra og þá ekki sízt skólamótin. Við meg-
um aldrei gleyma því, að megintilgangur alls
starfsins er sá að benda skólanemendum til kross-
ins og hans, sem á honum gaf líf sitt, vinna þá
til trúar á Jesúrn Krist.
Ef það verður, þá eiga samtökin miklu hlut-
verki að gegna fyrir land okkar og þjóð.
Jónas Gislason.
KRISTILEGT SKOLABLAÐ 7