Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 14
Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt. Rannsaka
mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú, hvort
ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa
veg. (Sálm. 139, 23—24.)
T)róf. Hver þekkir ekki þetta orð og þá athöfn,
■*" sem það lýsir? Próf. Þeir, sem ganga í skóla,
kannast vel við það. Alla sína skólatíð eru menn
að taka próf. Jó’apróf — miðsvetrarpróf — vor-
próf, og ýmis konar skyndipróf þess á milli. —
Menn keppast við, hver um annan þveran, að
standast prófið. Allir vita, að of lág einkunn
veldur falli, og fallið getur haft alvarlegar af-
leiðingar í för með sér, eins og þær, að sitja eftir
í sama bekk, verða ári á eftir jafnöldrunum,
— að maður ek'ki tali um mannorðið, sem
öllum er svo annt um. Það gæti skaddazt stór-
lega, ef einkunnin er ekki svo og svo há. Nei,
það er betra að vera vel búinn undir slík próf.
En núna skulum við ekki velta vöngum yfir
hinum ýmsu prófum. Við skulum í sameiningu
hugleiða það, þegar Guð prófar. Eitt af fyrstu
dæmunum, sem við höfum um Jtað, hvernig Guð
prófar sína, er Abraham, þegar Drottinn sagði
honum að fara og fórna einkasyni sínum. Og
okkur er líka sagt það, að Abrahanr stóðst prófið.
Hann lagði af stað með son sinn, — það dýr-
mætasta, sem hann átti, — til þess að fórna hon-
um, af því að Guð krafðist þess. Það gilti einu,
þótt annað væri ekki sýnt, en að öll ]rau fyrir-
heit, sem Guð hafði gefið Abraham, yrðu að
engu með dauða ísaks. Abraham fór samt. Hann
trúði Guði. Hann vissi, að Guð gengur ekki á
bak orða sinna. Hann vissi, að Guð hafði fyrir-
ætlanir í huga til heilla, en ekki til óhamingju.
Og hver var ti’gangur Guðs? Þetta hefur vafa-
laust verið þyngsta þrautin, sem Guð gat lagt
fyrir Abraham. Guð var að prófa hlýðni Abra-
hams, og Abraham stóðst prófið.
Eigum við ekki, hvert um sig, að gera bæn
Davíðs að einlægri bæn okkar, og leyfa Guði að
prófa okkur? Prófa mig Guð. Það er Guð, sem
prófar, — ekki sögukunnáttu þína eða stærð-
fræðihæfni, — heldur hjarta þitt. Vilt þú gera
þessa bæn að þinni: Prófa mig Guð og þekktu
hjarta mitt?
Þekktu hjarta mitt!
Þá mætir spurningin okkur: Hvað býr í
hjarta þínu? Hverjum er hjarta þitt bundið?
Hvert stefnir öll hjarta þíns þrá?
Býr Jesús í hjarta þínu? Eða búa ýmis konar
syndir og óhreinindi þar inni? Er hjarta þitt háð
Jesú og hans ríki, eða er það fjötrað af heimin-
um, og lystisemdum hans? Stefnir öll hjarta
þíns þrá að nánara samfélagi við Jesúm, eða
þráirðu lystisemdasælu þessa heims og jarðnesk-
an auð og vellystingar? Það er Gnð, sern prófar.
Af gnægð hjartans mælir munnurinn. Um
livað talar þú? Heima hjá þér, á vinnustað, í
skólanum, í hópi félaganna? Talarðu um Guð
og það, sem Guðs ríki heyrir til? Talarðu um
frelsið í Jesú Kristi? Talarðu um náungann?
Talarðu um, hvað þetta er indæll maður, og
þetta indæl kona? Eða talarðu um, hvað hann
sé undarlegur þessi og leiðinlegur þessi? Tal-
arðu um síðustu mynd, sem þú sást í bíó? Unr
hvað talarðu? Það er Guð, sem prófar. í prófi
hjá honum stoðar ekki að nota rangindi eða
blekkingar.
Þar, sem fjársjóður þinn eiyþar mun og hjarta
þitt vera. Hver er fjársjóður þinn? Hvar er fjár-
sjóður þinn? Er fjársjóður þinn frelsið í Jesú?
Hefurðu selt allar eigur þínar til þess að geta
eignazt perluna fegurstu og dýrmætustu? Eða
er fjársjóður þinn fánýtt heimslán, verðlausir
10 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ