Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 19

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Qupperneq 19
Þórir GuSbergsson, 5. bekk Menntaskólans í Rvík. Bjargið eiiia i að ei' alkunna, að þegar menn eru spurðir eða þeir heyra eitthvað um kristindóm, þá finnst þeirn allt slíkt vera ákaflega fjarri sér. Það er eitthvað gamalt og xirelt, löngu komið úr gildi og hefur enga lxernaðarlega þýðingu. Þetta til- heyrir eiginlega aðeins hinni gömlu kynslóð. Allir éitthvað þenkjandi menn hugsa ekki um slíkt og kæra sig ekki heldur um það. Nei, ekki kristindóm, hann heyrði til og heyrir til liinum gömlu og lítt fróðu. Því að við lifum á hinni iuiklu hraðans öld, kjarnorku og vetnissprengju, öld tækni og vélamenningar. Við viljum „HúII- um hæ!“ og megum ekkert vera að því að setj- ast niður og hugsa um löngu liðna atburði. Nei, við höfum margt annað að gera en að hugsa um slíkt á þessum tímurn. Já, mikið rétt, þið megið vart gefa ykkur tíma til þess að hugsa, þið megið varla vera að því að lifa. Allt er á ferð og flugi og þið verðið að fylgjast með. Og þrátt fyrir allt, er langt í frá, að við séxim fullánægð með ]xað, sem við ger- um eða viljum gera. I öllunx þessum ysi og þysi finnum við, að við þörfnumst einhvers meira. Eða til liveis erunx við t.d. að gera þetta eða lxitt? Hvaða tilgang hefur það? Og lífið yfirleitt, til hvei's lifum við? Er ekki alveg eins gott, úr því sem nú er komið, að breiða sæng upp fyrir liöfuð og sofna síðan svefni „hinna réttlátu"? Já, til lxvers erum við annars að lifa? Væri það svo fjai'ri lagi að setjast niður andartak og tala við sjálfan sig og náungann um þetta? Það er auðvitað fyrirfram vitað, að niður- stöðuimar verða margar og mismunandi. En þó held ég, að þær yrðu flestar hverjar bundnar við þessa blessuðu jörð okkar. Ég er hræddur urn, að flestar þeirra fái ekki staðizt, þegar þessu jarðneska lífi lýkur. Og það er ef til vill eðli- legt að svo verði, þar senx við aðeins erxim menn. En getum við þá byggt hæri'i kastala? Er okkur óhætt að treysta því, að hann muni ekki falla? Já, það getxim við svo sannarlega. Og við getum verið þess fullviss, að liann hrynur ekki. Hann er nefnilega grundvallaður á bjargi, sem ekki bifast, þó að beljandi lækir og æðandi hvirfil- vindar bylji á því. — „Nei, heyrðu mig nú“, segir þú, „góði maður, farðu nú ekki að tala um Jesúm Krist eða nokkuð því um líkt. Maður er orðinn dauðleiður á þessu tauti í ykkur, þessum, sem trúuð þykjast. Það er alltaf þetta sama upp aftur og aftur, nxaður fær í magann af að hlusta á ykkur“. Já, mér er það vel ljóst, að ykkur finnst þetta hræðilega leiðinlegt og frábærlega hjákát- legt. Mér fannst það sem sé líka, áður en ég fór nokkuð að hugsa um þetta. En þegar ég fór að hugsa svolítið um það og kynna mér, þá kom nú annað hljóð í strokkinn. Og það gjörbreytti mm- um skoðunum, sem ég áður hafði haft. Og nxx langar mig ákaflega mikið til að segja þér, hvaða biarg þetta er, senx er svona algjör- lega óhagganlegt. Og það, að ég segi þér það, beint fiá innstu fylgsnum hjarta míns, er ein- asta ástæða þess, að ég skrifa þessa grein. Ég veit það sem sagt ósköp vel, að þó að við viljum ekki viðurkenna nokkuð, sem Guði tilheyrir eða viðkemur, þá er það samt eitthvað í lijarta okk- ar, senx mælir á móti því. Því að til hvers er að lifa þessu lífi, án nokkui's annars markmiðs en þess, sem bundið er og háð þessari jörð? Að vera á þessari jörð til ekki neins er því tilgangslaust. Og það er ég viss um, að flest þykjumst við sannfærð um það, að annað líf er í vændum, hvort sem við trúum og treystum hinum eina, KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 1$

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.