Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Síða 21

Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Síða 21
Gnðsgijallainenuii'iiir fjórir T/-irkja Jesú Krists á margar táknmyndir. Allar eiga þær að gefa til kynna einhvern þátt í kenningu kristindómsins eða eitthvert atriði, sem varðar kristna trú. Á erlendum málum eru þessi tákn kölluð symból. Algengasta og þekkasta táknmynd kristninnar er krossinn. Hann minnir á kjarna kristinnar trúar: Jesús Kristur gaf líf sitt á krossinum á Golgata til þess að frelsa mennina frá syndum þeirra og brjóta á bak aftur vald djöfulsins. Annað tákn kristninnar er til dæmis dúfan. Hún merkir heilagan anda, sem steig niður í dúfulíki yfir Jesúm Krist, er hann var skírður í Jórdan. Án heilags anda getur enginn maður trúað og orðið sáluhólpinn. Til eru fleiri kristnar táknmyndir í dýralíki. Stundum má sjá saman mynd af manni og þrem dýrum vængjuðum, með bók. Það eru ljón, uxi og örn. — Þeir, sem komið hafa í kapellu Há- skólans í Reykjavík, hafa séð þessar myndir þar, þær blasa við, þegar gengið er inn, sínar tvær til hvorrar handar á veggjum þeim, sem eru framan við kórinn. Þessar myndir tákna hina fjóra guðspjallamenn, sem skráðu frásögur Nýja testamentisins um Jesúm, þá Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes. í ævagamalli prédikun er til skemmtileg lýs- ing á þessum myndum, og þar er frá því sagt, hvaðan þær eiga rætur sínar að rekja. Prédikun þessi er til á forníslenzku. Hún er skrifuð eða þýdd í Noregi í lok 12. aldar. Þar segir, að ver- urnar fjórar, sem Jóhannes postuli sá umhverfis hásæti Drottins á himni og lýst er í Opinberunar- bók Jóhannesar, síðasta riti Biblíunnar, 4, 6—8, hafi verið líking guðspjallamannanna fjögurra. Síðan segir svo: „Enn skýrði Jóhannes gjörr líkneski þessara kykvenda og mælti: Eitt af þessum kykvendum var líkt einu óarga dýri, annað var líkt uxa, hið þriðja hafði álit manns, en hið fjórða var líkt erni fljúganda. Ef vér lítum á upphaf allra fjög- urra guðspjalla, þá megum vér skilja, hvern guð- spjallamann hvert þetta kykvendi merkir, eða fyrir hví þeir eru í þessum líkjum sýndir. Því að Esekíel spámaður, er miklu var fyrir burð Krists, sá þessi hin sömu kykvendi á himni, sem Jó- hannes sá í himna sýn sinni. Mattens hóf sitt guðspjall á langfeðra tali og taldi kyn langfeðra allt frá Abraham til Krists. En síðan sagði hann frá jarteinum burðar Krists. Af því er hann maklega sýndur svo sem maður, er hann hóf guðspjall sitt af mönnum og taldi þær jarteinir Krists gjörsamlegast, er manndóm hans merkja. Markús hóf sitt guðspjall af guði heldur en af mönnum og mælti svo: Þetta er upphaf guð- spjalls drottins vors Jesú Krist, sonar guðs. — Af því er Markús sýndur í líkneski hins óarga dýrs, er stærst er allra dýra, að hann sýndi í guð- spjalli sínu sterkleik máttar guðs, en læging manndóms. I því merkir ið óarga dýr guðdóm, að svo sem öll dýr eru hrædd við ið óarga dýr, svo hræðist öll skepnan guð. Lukas hóf guðspjall sitt af kennimönnum og sagði fyrst frá Sakaría kennimanni og þá Jóhann- esi baptista, syni hans, en hann reit í guðspjalli sínu þau verk drottins flest, er hann gerði í musteri eða nær musteri. Af því er Lúkas merkt- ur í uxa líki, að kennimenn færðu forðum yxn til musteris og sæfðu (þ.e. drápu) þar í fórn guðs. En þær fórnir, er sæfðar voru guði forðum, merktu pínsl drottins, er sæfður var á krossi lif- andi fórn til lausnar vorrar. En svo sem Lúkas er af því merktur sem uxi, að hann sagði gjörst frá písl Krists, svo er og Markús af því merktur sem óarga dýr, að hann KRISTILEGT SKOLABLAÐ YJ

x

Kristilegt skólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.