Kristilegt skólablað - 01.09.1957, Side 24
brugðið utan um þarfasla þjón eyðimerkurinn-
ar og hann dreginn uþp á eftir húsbónda sínum.
En spyrjumst nú frekar fyrir um þennan und-
arlega ferðalang, áður en lengra er haldið frá-
sögunni. Hér var enginn œvintýramaður á ferð
eða auðnuleysingi. Hann var einn merkasti
maður sinnar samtiðar. Fullu nafni hét hann
■■ -
KA.m . , At r. ' Ay ro.i l-! | \ - *
eT«iru»M*rno«<‘»M ai
a4>u-nAía-» ».| 0VMTt C CAVToyí •
ev»ij«AjfA»'c<hctoiii
(iMi u.Ar'uii»M> C-rf.UJCO:-
( )»iMCMOYMATlOAyor ^ r«H írMMIVI6l’A'COA '1 Alf j
KATHAIIIINPU'AM I 'IOATN
KAiryw.<rON rtc roiiAHeoc
t’lrOAil » KÁM I I IMd I iCTQAHN
ANAr nuntcta (; (yfA p hca nptiit n) iA|‘<\ ka ho<-i j
loyAACAl-KAin lAAiKAlAyi ' IU |'U'|"I i Al V
OfvJ rCCIIAMJHHC NNjC A ( K>y . ■ jj
AiAA()n>yiiA|'( KAAeCAlOI oy(V-ACAt|>(»yc
is A > ( •>«<«! Iif. • Af.|
nmnrAhJ l < «'Ai V J'nMOK
AiirAyHHt'ANMrn- >- • lK|H< A1IO'ru.NAACA'|>U.N *íj
ucor royc Aiun iViaA.'jTAf'AV roy«'
(•ACLreACT'lK'ClACA. ! I IS'lt 'NA /'Á'V'Tf«y c
iviorutu'AC-»oyAAfC»fnj,* y*>»>
OA c 11A yA O f I<A I AiA I’ NA íi A •
AlCri’OljllNCNANlTaXHA . -
AlAACK'ONH'CK'AIC’VAnxARnNC'Nfil
* •, MCrA*'CTl‘ |.« liNlltoAAtl «KlTOIMAiX PM
MfTAAC-TlNACUM( |'A(' -ViT -
eincrvio«rAyAo<-n (•ocr.A i'N-sr.AN '''' -*%
OIICT l'r ýANKTÁ M< tt >< < y-u ' «^ATUycAAC'A<Íu.y«
TOyrkA'lA1 lAI• ANIi(IAiNf'r>!ÍiIC . rnMr'P.’AAMr' aR
'VONAoroN roy.Ky iiu.i'«To)tin
iiajt jAr.AcAi t r.oy-A* yc i <«
C*yKiliAl’AAA l'.t ir li'tOANHM
IonH HKAAoynu NONMM'k'ON
1IAYA OCAP oy k c-r. oyAeroA r- ru>N
1 ONAliOC'i ili'AMT/N A nAyT« 11 Ki ATr oTTAM<j-> YK&friyi
X&*3 KtáiíjA L_íMM
Síða úr fornu handriti að Nýja testamentinu, svonefndu
Codex Bezae, en það er talið vera um 1500 ára ífunialt. —
Hér sést Post. 15, 29 og næsta vers.
Lobegotl Friederich Constantin Tischendorf.
Skirnarnöfnunum getum við gleymt, en leggj-
um ættarnafnið vel d minnið. Pilturinn var Sax-
lendingur og fæddist árið 18Í5. Hann var bók-
hneigður og lauk námi i guðfrœði. Rannsóknar-
eðlið var rikur þáttur i fari hans, og hjá honum
vaknaði mikill áhugi á Nýja testamentinu, upp-
runa þess, sögu og texta. Var hann ekki nema
26 ára gamall, þegar hann sá um fyrstu fræðilegu
útgáfu sina af Nýja testamentinu, en samtals
urðu slikar útgáfur hans ekki jœrri en tuttugu
talsins. Tischendorf þótti svo efnilegur frœði-
maður, að hann var sendur til útlanda til frek-
ara náms. Vonir manna um unga manninn hafa
ekki brugðizt, því að aðeins tveimur árum seinna
var hann sæmdur doktorsnafnbót fyrir að þýða
mjög erfitt handrit, sem, margir glöggir menn
höfðu orðið að gefast upp við á undan konum.
Strax eftir þetta afrek sitt lagði hann land und-
ir fót og hófnú að kynna sér Bibliuhandrit víðs-
vegar í Evrópu. En hann vissi, að merk hand-
rit voru viðar niður komin en i Norðurálfunni.
Hann hélt þvi til Austurlanda til þess að leita
þessara fornu menningarminja. Ogþóvar það auð-
vitað ekki fyrst ogfremst rœktar semi við forn verð-
mæti, sem knúði hann af stað, heldur löngunin
til þess að afla sem beztra gagna um texta Ritn-
ingarinnar og þá einkum Nýja testamentisins.
Biblian er ekki yfirnáttúrleg á þann hátt, að hún
liafi komið svifandi af himnum ofan fullskrifuð.
Nei, hún er skráð af mönnum þessarar jarðar
með sama ytra liætti og aðrar bækur, þótt andi
Guðs og visdómur ætti sinn þátt í efni hennar.
Frumrit höfundanna voru nú löngu týnd. En
afrit voru til. Hver þeirra voru bezt og áreiðan-
legust? Hvaðan voru þau runnin? Skyldu ekki
cinhverjir frómir menn eða fjarlægar mennta-
stofnanir eiga i fórum sinum gulnuð blöð, sem
hefðu að geyma dýrmætan fróðleik, er varpað
gœti Ijósi yfir texta Ritningarinnar, já, jafnvel
handrit, sem eldri væru og stæðu þeim framar,
sem þegar þekktust?
Þetta var viðfangsefni Tischendorfs. Þess vegna
hittum við hann hér i Katrinarklaustrinu á Sínai
árið Í8kk. Hann hafði sterkan grun um, að þar
væri geymt verðmætt handrit, sem fengur vœri i.
Munkarnir tóku erindi hans vel. Þeir hleyptu
honum inn i bókasafn sitt. Hann skoðaði það
gaumgæfilega, en rannsókn hans bar ekki til-
ætlaðan árangur. Vonbrigðin urðu mikil. Hand-
ritið var ekki i safninu.
Þá gerðist það, að honum verður litið á bréfa-
körfu, sem þar stóð. Við nánari athugun sér
hann, að þetta er það, sem hann er að leita að:
Biblíuhandrit, eða að minnsta kosti eitthvað af
því. Hann hvolfdi úr körfunni og rannsakaði
blöðin af mikilli nákvæmni. Það var ekki um að
villast, þetta var þergament, sem á var ritað með
grisku letri og skriftin mjög forn. Allt var þetta
auðsjáanlega miklu eldra og vandaðra en það.
sem hann hafði augum litið af þessu tagi til
þessa. Hann sþurði munkana, hvað þeir gerðu
við þessi blöð. Jú, þau gegndu þvi göfuga hlut-
verki að vera til eldneytis i hlóðunum, og var
honum tjáð, að töluvert væri þegar búið að nota
af handritinu til þessa þarfa verks!
20 KRISTILEGT SKÓl.ARLAW