Bautasteinn - 01.04.2002, Síða 7

Bautasteinn - 01.04.2002, Síða 7
7 Sumarið 2000 urðu miklar skemmdir á kirkjugörðum á Suðurlandi þegar tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir. Legsteinar féllu, stéttir aflöguðust og hlaðnir veggir hrundu eða skemmdust. Í kjölfar skjálftanna fór Guðmundur Rafn Sigurðsson frá skipulagsnefnd kirkjugarða og skoðaði garða á Suðurlandi, skráði skemmdir og mynd- aði, jafnframt því sem tilmælum var beint til sóknarnefnda og kirkjugarðsstjórna á viðkomandi stöðum að láta löglega aðila skrá allar skemmdir. Í framhaldinu var leitað til Viðlagatryggingar, en þá kom í ljós að Viðlagatrygging bætir aðeins þá hluti sem brunatryggðir eru og það eru kirkjugarðar ekki og tjónið því ekki bótaskylt af hálfu Viðlagatryggingar. Flestir garðanna sem urðu fyrir tjóni eru tekjulágir og höfðu því ekki bolmagn til að standa undir viðgerðum af eigin rekstrarfé. Skipulagsnefnd kirkjugarða samþykkti því að fela framkvæmdastjóra að hafa frumkvæði og umsjón með lagfæringum í þeim görðum sem skemmst höfðu. Kirkjugarðasjóður myndi greiða kostnaðinn til að byrja með, en svo yrði leitað eftir aukafjárveitingu Alþingis til handa Kirkjugarðasjóði til að mæta þeim aukakostnaði sem sjóðurinn yrði fyrir vegna þessa. Lagfæringunum er nú lokið og var kappkostað að standa vel að verki með þátttöku fagmanna. Heildarkostnaður við viðgerðirnar var kr. 6.774.450 sem skiptist á ellefu garða. Þessi útgjaldaauki sjóðsins er um 14% af tekjum sjóðsins það árið og hefur því talsverð áhrif á rekstur hans. Því miður hefur ekki fengist aukafjárveiting vegna viðgerðanna og mun það koma sér illa fyrir hina fjölmörgu kirkjugarða um allt land sem eru háðir styrkveitingu frá sjóðnum því taka verður þennan útgjalda- auka af rekstrarfé 2002. Garðarnir sem lagfærðir voru eftir jarðskjálft- ana eru Oddi á Rangárvöllum, Ólafsvellir á Skeiðum, Hagi í Holtum, Kaldaðarnes í Flóa, Villingaholt í Flóa, Úthlíð í Biskupstungum, Miðdalur við Laugar- vatn, Hraungerði í Flóa, Breiðabólstaður í Fljótshlíð, Skarð í Landssveit og Mosfell í Grímsnesi. SKEMMDIR EFTIR JARÐSKJÁLFTA LAGFÆRÐAR Skemmdir legsteinar við Odda á Rangárvöllum. Fré t t i r a f f ramkvæmdum Frá Haga í Holtum. MRJ MRJ

x

Bautasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.