Bautasteinn - 01.04.2002, Page 11

Bautasteinn - 01.04.2002, Page 11
11 hafi verið flutt í kirkjugarðinn í Aðalstræti í upphafi og síðan voru allir Reykvíkingar jarðsettir þar næstu 800 árin. ÞRJÁTÍU KYNSLÓÐIR HVÍLA Í GARÐINUM Á þessu tímabili var garðurinn stækkaður nokkrum sinnum eftir þörfum, en árið 1838 tók Suðurgötugarðurinn við. Talið er að allt að 30 kynslóðir Reyk- víkinga hvíli í garðinum og þar stóð Víkurkirkja til ársins 1796 er Dómkirkjan var vígð. Ekki er víst að allir vegfarendur átti sig á því að þar sem nú eru stræti og torg var áður stærsti kirkjugarður landsins um margra alda skeið. Árið 1883 tók Schierbeck landlæknir garðinn á leigu og ræktaði ýmsar jurtir og tré og enn standa þar tré sem hann gróðursetti. Árið 1893 tók Halldór Daníelsson bæjarfógeti við garðinum og fékk garðurinn þá nafnið Bæjar- fógetagarðurinn. Þegar verið var að reisa húsnæði Landssímans á sínum tíma, í kringum 1930, komu upp nokkrar minn- ingarplötur af leiðum sem síðan hafa verið uppsettar í garðinum. FRAMKVÆMDIR FRAMUNDAN Nú standa fyrir dyrum umfangsmiklar framkvæmdir vegna fornleifafundar í Aðalstræti og hafa verið gerðar ýmsar tillögur um útfærslu þeirra og tengingu við Víkurgarðinn. Eins og sjá má á grunn- myndinni sem fylgir greininni þá sést Víkurgarðurinn til vinstri og með þessum hætti munu þessir tveir merku staðir í sögu Reykjavíkur tengjast, skálinn frá upphafi byggðar og kirkjugarðurinn frá upphafi kirkjuhalds í borginni. Saga garðsins mun án efa skýrast betur þegar hluti hans verður grafinn upp vegna fyrirhugaðra framkvæmda og verður sagan höfð að leiðarljósi við hönnun inngangs í sýningarskálann og garðinn. Þann 16. júní árið 2000 afhenti biskup Íslands hr. Karl Sigur- björnsson, fyrir hönd skipulags- nefndar kirkjugarða, Reykjavíkur- borg minnisvarða um hinn forna Víkurkirkjugarð. Unnið var að uppsetningu minnisvarðans í samráði við menningarmálanefnd, umferðar- og skipulagsnefnd Reykjavíkur, auk embættis garðyrkjustjóra. Verkið stendur á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis og er það samsett úr þremur grásteinum sem eru á bilinu 1.72 – 2 metrar á hæð og er raðað saman með u.þ.b. 25 sm millibili. Bakhliðar steinanna eru með náttúrlegri áferð, hliðarnar tilhöggnar og á framhliðum eru lágmyndir höggnar í sagaðan flöt sem vísa til sögu garðsins og kristni á Íslandi. Verkið er gert af lista- manninum Páli Guðmundssyni frá Húsafelli. Listamaðurinn, Páll Guðmundsson, að störfum við gerð minnisvarðans, en hann var unninn hjá Steinsmiðju S. Helgasonar. Mynd: Magnús Reynir Jónsson

x

Bautasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.