Freyja - 01.09.1904, Side 4

Freyja - 01.09.1904, Side 4
4 FREYJA VII. i. tíl aS lækna þá. Aö líkindum hefir Móses verið kunnur þeirri fræöi Egypta, og á þeim hefir hann án efa byggt heilbrigðisreglur þœr, er hann gaf þjóð sinni og finna má íþriðjubók hans.-—sams- konar reglur og hafðar eru enn þann dag í dag til að varna út- breiðslu smittandi sjúkdóma, og er í því innifalin, að setja vörð umhinnsjúka og brenna föt hans og húsmuni, sem sóttkveikjuefn- ið kynni að leynast í. Bæði hjá Egyptum og Israelítum var læknisfræðin eingöngu í höndum prestastéttarinnar. Báðar þessar þjóðir álitu alla sjúk- dóma guðlegar álögur og að presturinn væri því h'klegastur til áð koma hinum sjúka í sátt við guðina eða guðinn, og fá svo lífi hans og heilsu borgið. Þessu fór fram þar til lœknis sérfræðingurinn {specialist) gjörði vart við sig á 5. öld f. Kr. hjá Egyptum. Um það segir Herodotus: Sérhver sjúkdómur hafði sinn sérstaka læknir, sem gaf sig við honum aðeins. Læknar voru því á hverju strái. Einn læknaði t. d. augnveiki, annar hSfuðverk, þriðji skygndist inn í sálariííið 0g læknaði það, 3em þar gekk að o.s.frv. Það voru þessir sérfræðingar sem hrifu lœknisfrœðina úr klóm klerkastéttarinnar með kukli hennar, sjónhverfingum og hjátrúar- brjálsemi og komu henni á fastan vísindalegan grundvöll. Sjúkl- ingurinn var nú í höndum manna, sem mynduðu nýja stétt. óháða prestastéttmni með öllu, og voru kallaðir læknar. Mjög er það vafasamt hvort sjúklingnum leið, lengi vel, nokkuð betur í höndum þessara sérfræðinga, en áður, sem œfinlega voru fáfróðir og oft eingönguskottulæknar og skrumarar. En breyting sú var engu að síður upphaf hinnar langvinnu baráttu milli læknisfrœðinnar og kyrkjunnar. Hyrningarsteininn undir hina veglegu vísindalegu byggingu, lœknisfræðina, eins og hún nú er orðin, lagði Hippocrates, einn af mestu og merkustu mönnum, sem sagan getur um og uppi var á 5. öld fyrir Kr. Hippocrates braust undan oki hleypidóma og vana viðvíkjandi uppruna sjúkdóma, og byggði allt á nýjum grund- velli, sem hann fann með óþreytandi umhugsun, nákvæmri eftir- tekt og skynsamlegum rannsóknum. Kenningum hans fylgdi skól- inn í Alexandríu, og þar hafði líkskurðarfræðin upptök sín.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.