Freyja - 01.09.1904, Side 11
VII. 2.
FREYJA
35
sé svo skapaðir, að engin merki sjáist til annars, en þeir sé hreinir
Ariar.
Þetta gjörir og skiljanlegt, hve miklu ófastheldnari Japar eru á
fornar venjur,en Sínverjar og aðrir Asíu-menn, og auðnæmari á mennt-
un vestur-þjóða.*
Sá sem þetta ritar, hefir séð hundruð af Sínverjum, og nokkra tugi
Japa, og hefir oss jafnan fundist Japar fullt svo ólíkis Sínverjum sem
Norðui álfu-mönnum. Marga Japa höfum vér séð, þá er engum mundi
detta annað í hug um, en að þeir heyrðu til einhverri Norðurálfu-þjóð.
Þetta ætti að geta læknað í sumum óttann við „gula voðann".
Japinn er reyndar alls ekki „gulur.“ Og sé Japar að miklu leyti
ariskir, þá vel má segja: „Norðmenn eru þeir svo sem vér erum.“
— Eftir „Reykjavik
Japanar sem vikingar.
Eftir William Thornton.
Engan, sem þekkir fornsögu Japa inun furða sig á sigursæld þeirra
nú. Frá því menn fyrst hafa sögur af þeim, hafa þeir verið ofdirfsku-
fullir sjóvíkingar og herjuðu oftá Kína og Mongóla og unnu ekki ein-
ungis margan frægan sigur á þeim, heldur tókst þeim oftast að gjöreyða
andstæðingum stnum. Japar eru vanir við að ráða yfir yó og sjóferð-
um þar eystra og geta sagt eins stórkostlegar hernaðarsögur af sjálfum
sér og inir fræknustu Norðurlanda víkingar.
Jimmu konungur, forfaðir innar náverandi konunglegu ættar í
Japan, stofnaði riki sitt 6R0 f. K. Hann var víkingur I húð og hár og
tók landið með lierskildi, sigldi þangað á skútum sýnum.sökkti eða her-
tók þær sem fvrir voru, og drap I helli einum yfir 80 af yflrmönnum
landsins. Um þetta var kveðið kvæði, er líkist mjög hermanna-kviðl-
ingum Norðurlandabúa.
* Hinsvegar er það misskilningur mikill, að halda að Japar „af-
klæðist þjóðerni sínu.“ Þeir varðveita allt það af sínu, er þeim þykir
nýtandi, en taka upp það frá öðrum þjóðum, er þeiin þykir betur
fara.