Freyja - 01.09.1904, Síða 15

Freyja - 01.09.1904, Síða 15
VII. 2. FREYJA. 39 komiö,—ekki myrkt vetrarkvöld, heldur fagurt tunglsskinskvöld, svo bjart, aö allir hlutir voru sýnilegir þó ekki alveg eins glöggt og aö deginum til. Barniö mundi þá eftir föður sínum og loforði sínu og bjóst þá til aö fara úr holtinu, þar sem hann haföi um stund gleymt sér, og yfir á bakkann. En þá hej'rði hann allt í einu suðu, sem líktist vatnsnið á harðlendi. Hann var þá staddur nálœgt einu stóru eikarhliði og er hann skoðaði það vandlega, kom hann auga á of- urlítið op á trénu og rann vatnið gegnum það. Af þeirri þekkingu sem hvert barnið á Hollandi hefir á slíku, sá hann að vatnið mundi brátt víðka opið, sem enn þá var lítið, og að úr því gœti orðið mikið vatnsflóð, sem eyðilegði fand og lýð. Á svipstundu kastaði hann blómunum, stökk stein af steini þar til hann komst að opinu, stakk fingrinum í það og sá, sér til mikillar gleði, að hann gat á þenna hátt stöðvað vatnsrennslið. Þetta gat verið gott um stund- arsakir að eins, en drengurinn hugsaði einungis um heppni sína að koma þangað á svo hentugum tíma. En nóttin skall á og með henni kuldinn. Drengurinn svipaðist um en það vaT til enkis. Enginn kom. Hann kallaði—hann æpti, en enginn heyrði. Þá afréð hann að bíða þar alla nóttina, en kuldinn varð æ svo sár, og litli fingurinn í opinu tók nú að dofna, og bráðum fœrðist dofinn í alla höndina og svo í allan handlegginn. Kvölin varð as meiri og óþolanlegri, og þó hreyfði hann sig ekki úr stað. Tárin hrundu ofan vanga hans, þegar hann hugsaði til foreldra sinna og litla rúmsins síns heima, þar sem hann var vanur að vera sofnaður um þetta leyti. En samt hreyfði hann sig ekki, því hann vissi að tæki hann fingurinn á burtu þó grannur væri, þá myndi ekki einungis hann sjálfur drukkna, heldur einnig foreldrar hans, bræður hans og nábúar þeirra, j á, og allir þorpsbúar. Vér vitum ekki hversu oft honum hefir legið við að láta hug- fallast þessa löngu þrauta nótt, en vfst er um það, að með dagrenn- ing, þegar prestur einn var þar á ferð heimleiðis frá því að þjón- usta sjúkling, heyrðist honum hann heyra stunur, og er hann litaðist um, sá hann barnið sitjandi á steini, með náfölt andlit og tárvot augu, yfirkominn af þrautum eftir að hafa setið í stellingum alla nóttina. ,,Nú er ég öldungis hissa, “ hrópaði presturinn.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.