Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 4

Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 4
222. FREYJA VII. 9. hefði látið sinn seinasta dollar. En hann vildi það ekki, kvaðst tnyndi borga seinna. Voru svo allar eigur félagsins seldar og fékk Lawson vin sinn til að kaupa þœr fyrir sig. Seldi Lawson svo allt út aftur. Vann hann þá nœrri dag og nótt að semja skýrslu urn eignirnar og seldi út aftur og var það hið mesta uppboð sem haldið hefði verið í Boston og stóð í 6 daga frá morgni til kvölds og voru aldrei fœrri en þúsund kaupendur á uppboði. Stóð Lawson þar allan daginn, og talaði fyrir vörunum og seldist allt með hæsta verði. Grœddist honum þegar á þessu stórfé. Arið 1892 fór Lawson til Kentuckv, keypti þar heilt bœjar- stæði og œtlaði að græða á því að selja bœjarlóðir. Vann hann þar í fjórtán mánuði við að byggja bræðsluofna, leggja út stræti og vann hann þar sem réttur og sléttur verkamaður, stundum var hann allan daginn frá morgni til kvölds á hestbaki. En að iokum tapaði hann öllu saman og stóð félaus uppi. En þá gekk yfir land- ið verzlunar alda mikil með hlutabréf og greip þá Lawson tœkifœr- in sem gáfust. Hið mesta sem hann réðist í var að hleypa upp verði á ,,Westinghouse Air Brake“ og kom hann hlutabréfum þeim úr 16 upp í 46. Um það leyti var það—fyrir eitthvað 12 árum—að Lawson fór að gjörast einn af stórmennum hlutabréfaverzlunarinn- ar. Hann gjörði bjarnhríð [Bear Campeign]" á móti , ,General Electric" hlutabréfunum og hleypti þeim niður úr 116 og ofan í 44 og græddi við það $2,634,000, ogstóð hríð sú vfir í 58 daga. Gekk þó að eins lítið af gróðanum til hans því að peningafélag eitt í Wall St. lagði féð fram og tók svo ljónshlutann af ágóðanum. Skömmu á eftir tapaði Lawson á sykri og fór þá allt sem hann grœddi í bjarnhríðinni. En Lawson lét sig ekki við þetta, hann var svo oft búinn að standa félaus uppi áður. Hann fór í slag við „Standard Oil“ félagið um það að ná valdi yfir , ,gas“félögum í Boston, og komst þá í kynni við H, H. Rogers einn af formönn- um Standard Oil félagsins og sá Rogers brátt hve mikill maður var í Lawson. Þegar Lawson vann á peningamarkaðinum, hafði hann orðið *Bolar [bulls] kallast þeir menn, sem hlevpa hlutabréfum upp, en birnir (bears) þeir sem skrúfa þau niður.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.