Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 6
FREYJA
VII. 9.
bezt vœri aö taka til starfa. Hann var bardagamaöur aö eðlisfari
og kjarkurinn óbilandi. Aðferö hans var einkennileg. Hann kvnnti
sér nákvæmlega ástand hlutabréfa þeirra sem hann ætlaði að ráðast
á, og var því við öllu búinn að skrúfa þá niður sem hægt vœri.
Hann réðist á þau í blöðunum og kom með sannanir og skýrzlur
sem ómögulegt var að hrekja og einlægt var hann að selja hluti
þessa og láta þá fara með því er menn álitu gjafverð og einlœgt
hækkuðu þeir. Peningakaupmennirnir stóðu agndofa og skildu ekki
í þessu. Engum hafði komið til hugar að ráðast þannig á peninga-
markaðinn í opinberum blöðum, eins og Eawson. Enginn hafði
vetið jafn heppinn að skrúfa niður verð á hlutabréfum. En afleið-
ingin af því var sú að Lawson grœddi meira fé og fljótara en nokk-
ur björn hafði áður gjört. Peningamennirnir fóru að gefa honum
auga og urðu þó að þola mörg höggin hjá honum og hvar sem hann
hitti þá var jafnan skeinu að sjá. Menn fóru að óttast hann, en
þegar peningamennirnir óttast einhvern þá dekraþeir og daðra við
hann. Hann grœðir milljónir dollara án þess að standa upp frá skrif-
borðinu sínu. Hann á ósköp vel heima á tíma telefónsins og frétta-
þráðarins.
Lawson er hvatlegur, ákaflyndur og sópar að honum. Hann
er líkastur mannlegri vél, sem gengur af fyllsta krafti þangað til
náttúran stöðvar hana með svefninum. Hann lætur aldrei ásjá að
hann-linist eða gugni, hann er einlœgt jafn hvatlegur, snarráður
og ákaflyndur og sískrafandi. Einkunarorð hans er að ,,vinna,
vinna, vinna, “ og aldrei sézt það að hann verði þreyttur. Iflann
hefir fyrirtaks minni og ber í höfði sér daga, tölur ög upphæðir,
sem aðrir hafa í bókum eða á minnisspjöldum. Hann er mikill
maður vexti, rammlega byggður og þrekmaður hinn mesti, ötull
og ákafur. Hann les ákaflega mikið af dagblöðum og fer yfir öll
aðalblöðin frá Boston og New York á hverjum degi og hefir það
hjálpað honum áfram fremur en nokkuð annað. Hann les allt sem
eitthvað snertir fjármál eða hlutaverzlun og veit miklu betur en út-
gefendur blaðanna hvað hvert smáatriði hefir að þýða. Hann fer
yfir heimsfréttirnar á hverjum degi eins og allir aðrir sem með
hluti verzla, og öllum pólitískum atburðum gefur hann hinar ná-
kvæmustu gætur.