Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 8

Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 8
226. FREYJA VII. 9. ir þar samvinnu sinni viö Standard Oil félagiö. Fór hann höröurn oröum um gjöröir þeirra, og sýndi hvað eftir annaö fram á svik og lygar, pretti og þjófnaö þessara miklu inanna. Ætlaöi Rogers for- maður Standard Oil félagsins aö höfða mál á móti Lawson, en til þess aö gjöra þaö heföi hann orðið að leggja fram fvrir réttinn bækur Standard Oil félagsins. En guðsmaöurinn John D. Rocke- feller aftók þaö og vildi heldur þola allt annaö, en að það yröi op- inbert sem í bókunum stóö og varö því Rogers aö láta af þeirri fyrirœtlan sinni. Greinar þessar fóru aö koma út í Everybodv’s Magazine í sumar og er það mikiö mál. Menn drukku þær í sig og varö blaö- iö að tvöfalda upplag sitt, svohækkuðu útgefendurnir veröið á blaö- inu úr ioc. og upp í 1 50. og einlægt var upplagiö stækkaö, en ald- rei gátu þeir prentaö nóg. Og má fullyröa aö milljónir manna lesi meö mestu athygli greinar þessar. Sjá þeir þar hvernig milljóna eigendurnir féfletta alþýðu. Hafa því líkar greinar og því líkur upp- ljóstur aldrei fyr komið fyrir augu almennings. Þaö er fróölegra og skemmtilegra að lesa þœr en hinn inndœlasta róman. Magnús J. Skaptason. Stökur. Er í höndum huga móös hálfgerð önduö staka-— nú eru löndin lokuð óös lúaböndum klaka. Urvinnumanni’er sönglist svelt, sinna kann ei brögum— ininna anna allt er skelft Undir fannalöguin. Stephan G. Stephansson.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.