Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 15

Freyja - 01.04.1905, Qupperneq 15
VII. 9- FREYJA 233- til þeirra eigin vilja, eins og væru þœr sjálfar ekki takandi meö i reikninginn í þess konar tilfellum, “ sagöi ungfrú Wood. ,,Eg býst viö aö konunni gœti liðið mjög vel meö það frelsi, sem þér taliö um, “ sagði Imelda eftir nokkra umhugsun. ,,Ef fjárhag hennar væri svo borgið, að hún væri sjálfstœð í þeim efn- um. En myndi ekki einmitt þetta frelsi, hafa aðrar miður æski- legar afleiðingar? Vér vitum að til er fjöldi kvenna,sem ekki kærir sig um að verða mœður, svo að hinar, sem vildu það.myndu ekki nærri bæta hitt upp.og ungbörnin eru líka viðkvæmar plöntur, sem ekki nærri æfinlega ná þroska skeiði. Myndi þetta frelsi þá ekki verða til að eyðileggja mannkynið smátt og smátt. “ ,,Þetta væri náttúrlega ekki œskilegt. En fullkomið frelsi kvenna í þess háttar sökum, er einmitt lækning þessara meina. Börnin yrðu færri, en hraustari, af því sérhver móðir væri þá bet- ur undir það búin að verða móðir, og verði öllum kröftum sínum og allri þekkingu sinni til að tryggja líf og heilsu barnanna sinnai Skaðinn kæmi þá ekki annarsstaðar fram en í grafreitnum—í færri ungbarna gröfum. Fólkið yrði þá með tímanum langlífara, betra og göfugra, og siðferðislega heilbrigðara, þegar engum dytti í hug að þröngva kosti móðurinnar, og engin móðir léti þröngva kosti sínum, “ sagði gamli maðurinn. ,,Ég býst við að þetta sé rétt, en hvernig getur konan öðlast þetta frelsi?“ sagði Imelda. ,,Með því að skilja sjálf að þetta frelsi sé hyrningarsteinninn undir þá byggingu sem hún á að byggja. En hún þarf utan að hjálp til að ná þessu frelsi. Svo lengi sem maðurinn er auðsins þrœll, svo lengi verður konan mannsins ambátt. Því frá honum fœr hún uppeldi sitt. Fjárhags barátta mannsins og frelsis bar- átta konunnar verða samferða. Með því fyrra er hvoittveggja fengið. og þá getur konan byrjað á endurbóta verki sínu, “ sagði Wilbur Wallice, og augu hans tindruðu, og augu Maigrétar hvíldu á honum með velþóknun. Nú skyldi Imelda það sem hún sagði í lystigarðinum, og þess vegna horfði hún nú rannsóknar augum á þenna mann, en sá ékkert sem vekti hjá henni ótta fyrir velferð vinu sinnar. Því væri ekki svipur þessa manns hreinn,á.tti það orð ekki við svip nokkurs manns.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.