Freyja - 01.04.1905, Síða 22

Freyja - 01.04.1905, Síða 22
 FREYJA VII. 9. Vriö gluggann. Eg sakna þín nœstum, þín sífellt hér ég beí5 en samt varst þú skuggi á minni æfileit?. Og nú ert þú farinn, þó skyggir skuggi þinn á skágeisla ljóssins, sem berast til mín inn. Eg sýndi þér vináttu—en vináttan þín hún veröa skyldi annra—gat ei oröið mín. Eg sýndi þér trúnaö, þú sást ei mína hliö, já, svona fer það stundum um lífsins reynzlu mið. Þú hugðist að lina það böl sem annar bar, þú bættir það líka—nei, mislukkaðist þar— því allt sem hann græddi, var tapað traust og ást sem til hans aðrir báru, þú glöggt það líka sást. Þú hélzt að það bæta mundi allra okkar kjör —já, af því þú gekkst ekki sjálf í hinna för. Því nœr miðar síngirnin við rök sem reynast sönn er réttlætið hún mælir á sína stuttu spönn. Og hann, var hann saklaus, já, saklaus eins og þú ég sakaði ykkar hvorugt, það veit mín heilög trú. Ég virði þá sem elska—já, elska hreint og heitt svo heimsins bituryrðum þeir skeita ekki neitt. Ég unni þér að njóta, þess áður var mér fest, en eitt var það þó, sem mér gramdist við það mest að bæði þið höfðuð mig fyrir skálkaskjól þig skorti þá djörfung sem heiðarleikinn ól. Ég stóð þó ekki’ í vegi, það sagði ég þér satt, en sviplega botninn úr leiknum þessum datt, ég leiði að engum getum, harin lyktaði þér í vil, en líklegt er nú samt, að þú hafir fundið til.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.