Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 3
VIII. 2. FREYJA 27. hama--aðeins 500 manns. í Tokio er gefinn út mesti sægur af allskonar blöðum, af því eru 17 dagblöö og kostar hvert eintak ekki nema brot úr centi. Aftur á móti eru ensk blöS þar afar dýr —frá 25 til 3ÖC: eintakiS. Japar eru bókhneygSir mjög og lesa mikið. Verk flestra merkustu enskra rithöfnnda hafa verið þýdd á japönsku og eru þau ákaft lesin, sérstaklega af yngra fólkinu. Það er haft eftir keisaranum (Mikado) að framvegis skuli allir menntast, svo að í engum bæ sé ómenntuð fjölskylda, og í engri fjölskyldu ómenntaður meðlimur. Það sem menntun Japa leggur aðal áherslu á, er þjóðrœkni, hluttekning og háttprýði. Tokio er aðsetursstaður japönsku stjórnarinnar. I borg þeirri eru margir og góðir háskólar. Ég sá brátt að <ég hafði ekki gjört rnér nærri nógu háa hugmynd um siðmenntun og snild þessarar >austrœnu þjóðar, jafnvel þó ég vissi að listaverk Japansmanna prýða sérhverja stáss-stofu heldra fólksins í fjórum merkustu borg- ym heimsins, n.l. Lundúnaborg, Berlin, Paris og New York, og auk þess borðstofur flestra gufuskipa sem sigla milli þessara landa. Herra Frank Carpenter segir: Að þó Ameríkumenn hafi öll- um öðrum þjóðum meiri áhrif á menntun Japa, þá séu nú færri Ameríkanskir kennarar við háskóla Japaníta en verið hafi, en það komi til af þeirri reglu Japa, að líða engum útlending að kenna það sem Japar sjálfir geti lært og kennt. En þrátt fyrir það held- ur prófessor Fenalossa frá Salem, Mass. Br. hæsta embœtti við fagurlistafræðis og forngripasafns-deildina í Japan, enda er það embœtti til orðið einungis fyrir hann, því hann varð fyrstur til að taka eftir auðlegðþjóðarinnar í þeim efnum. Hann hefir sérlega mik- ið álit á listaverkum Japa, og segir að Ameríkumenn geti mikið af þeim lœrt í því efni. Hann hefir gefið sig við fornlistafræði Japa í tíu ár, og þegar við vorum í Tokio, var hann, ásamt herra Kuki fyrrum sendiherra Japa til Bandaríkjanna, að ferðast um Japan til að líta eftir og safna fornum listaverkum í Kioto, og lét hann þá myndasmið keisarans mjmda nokkuð af þeim munum. Engir Japanskir listamenn mála eða höggva fegurri konu- myndir en hirðmálari keisarans, og óvíða eru fegurri myndasöfn en sjá má á eins dags göngu í Tokio og Kioto. Japar eru mjög

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.