Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 13
VIII. 2.
FREYJA
37-
og hann þagöi. Þegar Norman spurði hvort hún væri veik, hristi
hnn þegjandi höfuðiö. Frank hvarf eins og hann hafði komiö,fyr-
irvaralaust, en Imelda minntist hans í bænum sínum og þakkaöi þá
guði jafnan fyrir þaö, aö hafa tekið sinn heiðarlega, elskaöa föður,
og á þann hátt frelsað hann frá að sjá þessa síöustu niöurlœging
sonarins, sem hefði án efa lagt hann með sorg í gröfina.
XXII. KAPITULI.
Imeldu varð svo þungt um hjartaræturnar út af ástandi bróö-
ur síns að hún missti alla löngun til að sjá eða leita uppi systur Wil-
burs. En er fram liðu stundir og atburður sá fyrntist tók hún þó'að
ná sér aftur, og Alicu haföi rnikið farið fram þessar síðustu vikur.
Þaö var því einn góðan veðurdag seint í ágúst mánuði að hún lét í
ljósi löngun til að aka út, og var það samstundis látiö eftir henni,
Fóru þær mœögur allar—litlu stúlkurnar hvítklœddar eins og of-
urlitlir englar, voru nœsta glaðar yfir þessari nýung og átti Imelda,
sem fór með þeim, fullt í fangi með aö halda þeim í sœtum sínum.
Alica hallaði sér að ilosfóðruöu sætisbakinu og starði út yfir landið,
sem nú var í allri sinni aldina og blóma dýrð. Þegar þœr óku í
gegnum borgina, fældust hestarnir snögglega—af hverju vissi eng-
inn, nema ef vera skyldi af því að steinn kom fljúgandi ofan á
milli þeirra, frá drengjum, sem saupsáttir höfðu orðið að leik, og
þeyttu steini í hefndarskyni er lenti á öfugum stað. Hestarnir
þeyttust ofan brautina, og stefndu á konu sem of seint hafði orðið
vör við hœttuna. Enn þá eins og oftar kom það fyrir sem engan
varði, að ungur maður kom hlaupandi rétt í flasið á hestunum,
greip í taurninn og hélt þeim aftur, með svo rniklu afli og snarræði
að undrun sœtti. Svo trylltir sem hestarnir voru, tókst honum þó
að halda þeim, einhver í manngrúanum, sem æfinlega safnast að
í slíkum tilfelluin opnaði vagninn og hjálpaði konunum út og var
þá nœrri liöið yfir Alicu af hræðslu. Þá tóku menn eftir stúlkunni
sem hestarnir höfðu farið yfir, og er Alica heyrði það, hneig hún
áfrain en lenti í fangið á Imeldu, sem stóð rétt hjá og greip hana.
,,Ó, ég vona að hún sé ekki mikið meidd. Við sktrlum láta