Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 8

Freyja - 01.09.1905, Blaðsíða 8
FREYJA VIII. 2. 32. enska kyrkjan hafa enn ekki viöurkennt hjónaskilnaö sem ríkið veitir. Þær hafa heldur ekki trúarlega viöurkennt aö jöröin sé hnöttótt, en eru hins vegar hœttarað prédika um flötu kökuna fer- köntuöu, af því allir eru hœttir aö trúa því. Já, þœr prédika að þau hjón sem ríkið skilur og hafa gifzt aftur, lifi í hórdómi og að börn þeirra séu óskilgetin. Slíkir eru dómar tveggja aðaldeilda kyrkju Krists. En heimurinn heldur samt áfram og ómur þeirra deyr út í fjarlœgöinni þar til þœr eru orönar svo langt á eftir tím- anum og eru aö daga uppi á fjallsbrún fortíðarinnar og veröa a5 steinum. A Frakklandi er prestleg gifting ekki lögleg, sama er í mörg- um ríkjuin Bandaríkjanna, heldur að eins liðin, segir Hubard, rit- stjóri Filisteans. Rómversk katólskir og ýmsir aðrir trúarflokkar skoða hjónabandiö sem heilaga athöfn (sacrament). Hafa víst flestar eöa allar kyrkjudeildir leyfi til að gifta í kristnum löndutn, og sumstaðar einkaleyfi eins og t.d. Canada. Kemur þeim yfir- leitt saman, eöa prestum þeirra, meö þaö að gjöra hjónabandiö sem þrengst og skilnaðinn sern ómögulegastan. I Cinada hefir hjónaskilnaðarmálinu verið hreyft hvað eftir annað, í sambands- þinginu ekki alls fyrirlöngu, án nokkurs árangurs. Það sem þjóö- ina vantar nú, eru hjónaskilnaðarlög fyrir allt sambandið, svo þau inál geti orðiö rannsökuð á sama hátt og önnur mál, fyrir héraðs- rétti eða lögreglurétti, eftir máls ástæöum. Næsta atriöi er að fá lögin til aðviöurkenna lögmœtar ástœður byggðar á sameiginlegum vilja beggja hlutaðeigenda, sem œtti í öllum tilfellum að vera nœg ástœða. Hjón ættu ekki aö þurfa að bera glœpsakir hvort á annað til að geta fengiö dómstólana til að taka beiðni þeirra til greina- Auðvitað geta hjón skilið undir núverandi lögum, aö borði og sæng, en þá meiga þau ekki giftast aftur og bóndagreyið er enn skyldur að sjá fyrir kellu sinni og krökkunum, eöa aö öðrum kosti að flýja úr þeirri dómþinghá, (jurisdiction). (Framhald.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.